fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Frábær árangur Norðurlandaþjóðanna á HM – Betri en árangur liða frá fjórum heimsálfum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norrænu liðin á HM hafa farið vel af stað í lokakeppninni í Rússlandi. Þau hafa fengið fleiri stig en lið frá fjórum heimsálfum. Þetta er í fyrsta sinn sem þrjú norræn lið eru með í lokakeppni HM og miðað við frammistöðuna til þessa þá er það engin tilviljun að þau eru með.

Svíþjóð, Danmörk og Noregur hafa áður keppt í lokakeppni HM en aldrei öll í einu. Nú eru það Ísland, Danmörk og Svíþjóð sem eru með í lokakeppninni en Norðmenn og Finnar sitja heima og fylgjast með í sjónvarpinu.

Ísland gerði jafntefli við Argentínu, Danmörk sigraði Perú og Svíar sigruðu Suður-Kóreu í fyrstu umferð riðlakeppninnar. Þetta þýðir að Norðurlandaþjóðirnar eru samtals með sjö stig eftir fyrstu umferðina.

Þegar árangur liðanna frá Suður-Ameríku er skoðaður sést að þau náðu aðeins fimm stigum samtals í fyrstu umferðinni. Úrúgvæ sigraði sinn leik en Brasilía og Argentína gerðu jafntefli. Perú tapaði og Kólumbía hefur ekki enn spilað sinn fyrsta leik. Ef Kólumbía sigrar verður árangur Suður-Ameríku þjóðanna betri en árangur Norðurlandanna.

Öll þrjú liðin frá Norður-Ameríku hafa spilað. Mexíkó náði þremur stigum með sigri yfir Þýskalandi en Kosta Ríka og Panama töpuðu leikjum sínum. Norður-Ameríku liðin hafa því fengið þrjú stig.

Afríkuliðin hafa ekki náð stigi enn sem komið er. Egyptaland, Marokkó, Nígería og Túnis töpuðu leikjum sínum en Senegal hefur ekki enn hafið leik.

Liðin frá Asíu, þar með talið Ástralía sem flokkast með Asíu í HM, hafa náð í þrjú stig það sem af er. Sádí-Arabía, Ástralía og Suður-Kórea töpuðu leikjum sínum en Íran sigraði. Japan hefur ekki enn spilað.

En svo má auðvitað ekki gleyma að það eru fleiri lið frá Evrópu en þau norrænu. Af þeim eru ríkjandi heimsmeistarar Þýskaland eina liðið sem hefur tapað leik til þessa. Evrópsku liðin hafa tryggt sér 21 stig til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Í gær

Algjör U-beygja hjá Xavi

Algjör U-beygja hjá Xavi
433Sport
Í gær

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“