fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
433Sport

Birkir Már hefur áhyggjur út af föstudeginum: „Ef ég lendi í því þá byrja ég að kúgast“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var brattur á æfingu landsliðsins í Gelendzhik í morgun, en liðið kom saman til undirbúnings fyrir leikinn gegn Nígeríu á föstudag. Birkir ræddi við fjölmiðla fyrir æfingu þar sem hann fór meðal annars yfir Argentínuleikinn og leikinn gegn Nígeríu.

„Þetta var vel útfærður leikur af okkur hálfu, varnarlega sérstaklega og við gerðum akkúrat það sem við ætluðum að gera,“ sagði Birkir um Argentínuleikinn og bætti við að það væri gott að líta aftur til baka, horfa á klippur og sjá hversu vel gekk að stöðva argentínska liðið. Birkir Már átti mjög góðan leik í hægri bakverðinum og var einn af mönnum leiksins ef miðað er við ákveðna tölfræðiþætti.

Birkir Már lýsti því yfir fyrir leik að hann væri ekki hræddur að mæta Messi. „Maður getur ekki verið hræddur fyrir fótboltaleiki, þetta er bara áskorun og gaman að fá að mæta þessum bestu. Við sýndum að við getum það alveg á góðum degi.“

Birkir sagði að margir hefðu haft samband eftir leikinn og hann hefði lesið mikið af fréttum, bæði hér heima og erlendis. „Það er allt fullt af fréttum um Ísland allsstaðar. Maður kíkir á fréttirnar heima og ég fylgist með fréttunum líka þar sem ég hef búið þannig að þetta er út um allt. Það er mikið fjallað um Ísland. Þetta er sögulegur leikur og geggjað að hafa fengið að vera með í svona sögulegum áfanga.“

Birkir Már sagði að ekkert hefði í raun komið á óvart varðandi leikinn gegn Argentínu. „Við vissum alveg hvað við vorum að fara út í og hversu góðir þeir væru og svona sirka hvað við þyrftum að gera til að koma í veg fyrir það sem þeir eru góðir í. Það tókst allt sem við vorum að reyna að gera.“

Framundan er leikur gegn Nígeríu á föstudag en spáð er miklum hita í Volgograd á föstudag, eða allt að 34 gráðum. Þá hefur skordýraplága herjað á borgina og moskítóflugur gert íbúum og öðrum lífið leitt. Í leik Englands og Túnis í gærkvöldi sem fram fór í borginni fengu leikmenn flugur upp í sig og það er eitthvað sem Birkir hefur örlitlar áhyggjur af.

„Ég hef smá áhyggjur af þessum flugum. Ég sá að einhver hefði fengið þær upp í sig. Ef ég lendi í því þá byrja ég að kúgast. Ég vona að það verði minna af flugum,“ sagði Birkir sem á von á erfiðum leik gegn Nígeríu en þó öðruvísi leik en gegn Argentínu. „Ég held það verði meira keyrt á okkur, þeir fara 100% og reyna að komast í gegn.“

Viðtali við Birki má sjá í heild sinni hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning

United reynir að sannfæra Mainoo um að skrifa undir nýjan samning
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Í gær

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“

Ummæli í beinni útsendingu vekja athygli – „Rauðhærða pussa“
433Sport
Í gær

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“