fbpx
433Sport

Uppnám hjá Króötum: Leikmanni sparkað heim fyrir að neita að koma inn á

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. júní 2018 10:03

Eitthvað uppnám virðist vera í herbúðum króatíska landsliðsins sem mætir því íslenska í lokaleik okkar riðils í Rostov eftir rúma viku. Nikola Kalinoc, framherji AC Milan, hefur verið sendur heim eftir að hafa neitað að koma inn á sem varamaður gegn Nígeríu í fyrrakvöld.

Kalinic, sem á að baki 41 landsleik og 15 mörk, átti að koma inn á undir lok leiksins gegn Nígeríu en neitaði. Þetta hefur nú kostað það að þjálfari Króata, Zlatko Dalic, hefur ákveðið að senda leikmanninn heim.

Króatíska knattspyrnusambandið hefur ekki staðfest tíðindin en talið er að það verði gert á blaðamannafundi í dag. Þetta mun gera það að verkum að aðeins ein hreinræktuð nía er í hópi Króata, Mario Mandzukic, leikmaður Juventus. Króatar unnu Nígeríu og eru á toppi riðilsins. Þeir geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum með sigri á Argentínu á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Taktu prófið: Hversu vel ertu að þér í ártölum?

Taktu prófið: Hversu vel ertu að þér í ártölum?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna í vandræðum – Sagður gera lítið úr konum í fótbolta

Stórstjarna í vandræðum – Sagður gera lítið úr konum í fótbolta
433Sport
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Þekkir þú þessar knattspyrnuhetjur þegar þeir voru krakkar?

Taktu prófið: Þekkir þú þessar knattspyrnuhetjur þegar þeir voru krakkar?
433Sport
Fyrir 5 dögum

Íslenskur slúðurpakki – Óli Stefán eftirsóttur og stórir bitar gætu fært sig um set

Íslenskur slúðurpakki – Óli Stefán eftirsóttur og stórir bitar gætu fært sig um set
433Sport
Fyrir 5 dögum

Benedikt Bóas fer ófögrum orðum um Pepsimörkin – ,,Þetta er svo þungt og svo leiðinlegt“

Benedikt Bóas fer ófögrum orðum um Pepsimörkin – ,,Þetta er svo þungt og svo leiðinlegt“