fbpx
433Sport

Sigmundur Ernir og María afar ósátt við RÚV – „Þeir ryksugðu þetta upp“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. júní 2018 08:14

„Við áttum ekki séns gegn þeim tilboðum sem RÚV lét rigna yfir markaðinn,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarssonar, dagskrárstjóri vef- og sjónvarpsmiðilsins, Hringbrautar í samtali við Morgunblaðið í dag.

Þar gagnrýna þau Sigmundur og María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri N4, forsvarsmenn RÚV og meintan yfirgang þeirra á auglýsingamarkaði.

„Auglýsingadeild sjónvarpsins fer fram af miklu offorsi, með þeim afleiðingum að litlar sjónvarpsstöðvar sem hafa minna áhorf eiga litla sem enga möguleka á að komast að,“ segir Sigmundur Ernir og María Björk bætir við:

„Það er bara þurrð á þessum markaði, þeir ryksuguðu þetta upp og voru klókir. Þetta er ofsalega ójöfn samkeppni.“ Hún segist hafa fengið svör frá fyrirtækjum að allt þeirra auglýsingafé hafi farið í HM á RÚV

Sigmundur kallar eftir því að gripið verði til aðgerða og hömlur settar á það magn auglýsinga sem RÚV getur selt. Ef þetta viðgengist í öðrum atvinnugreinum væri búið að grípa inn í.

„Stjórnvöld hlusta ekki, sjá ekki og hafa enga tilfinningu fyrir markaðnum. Það gildir einu hvar stjórnmálamennirnir eru á pólitískum meiði, það gerist ekkert í þessum málaflokki áratugum saman. Það er svo skakkt gefið að það er ríkinu til skammar“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?

Eru of margar beinar útsendingar ástæða þess að fólk mætir mjög illa á Pepsi deildina?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina

Jóhann Berg á meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar um helgina
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“

Fyrrum landsliðsmaður Englands lofsyngur Jóa Berg – ,,Sendi bakvörðinn á bekkinn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?
433Sport
Fyrir 4 dögum

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence

Arnar Grétarsson er farið að klæja í puttana að þjálfa aftur – Á leið í UEFA Pro Licence
433Sport
Fyrir 4 dögum

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?

KSÍ eignast húh-ið – Hvað verður um Hugleik?