433Sport

Rússneskur blaðamaður hraunar yfir íslenska liðið: „Því fyrr sem þið pakkið niður og fljúgið heim á eldfjallið ykkar, því betra“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. júní 2018 09:36

„Þeir komu hingað til að eyðileggja fótboltann,“ segir rússneski íþróttafréttamaðurinn Vasily Utkin í þrumuræðu um íslenska landsliðið í fótbolta. Vasily þessum þótti ekki mikið til spilamennsku íslenska liðsins koma í leiknum gegn Argentínu á laugardag.

Vasily heldur úti YouTube-rás, sem hátt í 40 þúsund notendur eru áskrifendur að, og í myndskeiði eftir leikinn gegn Argentínu hjólaði hann rækilega í íslenska liðið.

„Þeir geta varist loftárásum en hver getur dáðst að því? Af hverju eruð þið að trufla okkur þegar við viljum horfa á fótbolta? Því fyrr sem þið pakkið niður og fljúgið heim á eldfjallið ykkar, því  betra,“ segir Vasily sem er þekktur íþróttafréttamaður í Rússlandi.

Þessi einræða hans um íslenska liðið hefur fallið misjafnlega í kramið hjá áhorfendum hans á YouTube. Hægt er að gefa myndböndum á YouTube annað hvort þumal upp eða þumal niður sem er þá til marks um það hvort viðkomandi hafi líkað við myndbandið. Af þeim rúmlega fjögur þúsund sem hafa fellt sinn dóm hafa um tvö þúsund gefið því þumal niður.

Íslenska liðinu hefur verið hrósað í hástert eftir leikinn við Argentínu enda engin furða. Liðið var að spila sinn fyrsta leik á heimsmeistaramóti, gegn liði sem komst í úrslitaleik HM árið 2014 og með einn besta knattspyrnumann sögunnar innanborðs. Íslenska liðið komst vel frá leiknum og skapaði sér fín færi. En Vasily er alveg sama um allt slíkt tal og talar raunar niður til íslensku þjóðarinnar. Segir okkur koma af víkingum sem fundu land sem varla var hægt að búa á. Við séum fólkið sem hélt ekki áfram til Ameríku á tímum landafundanna.

Myndbandið má sjá hér að neðan en hafa ber í huga að það er á rússnesku.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Fela sig á bakvið blaðamann sem er ekki til – ,,Ég var kallaður þetta þegar ég starfaði fyrir þá“

Fela sig á bakvið blaðamann sem er ekki til – ,,Ég var kallaður þetta þegar ég starfaði fyrir þá“
433Sport
Í gær

Heimir reynir að lifa eftir gildum sem móðir hans hefur – Kristin trú spilar stórt hlutverk

Heimir reynir að lifa eftir gildum sem móðir hans hefur – Kristin trú spilar stórt hlutverk
433Sport
Í gær

Plús og mínus – Einn sigurleikur árið 2018

Plús og mínus – Einn sigurleikur árið 2018
433Sport
Í gær

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum – ,,Þetta er ekki að gera sig, Hamren out, Heimir inn“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum – ,,Þetta er ekki að gera sig, Hamren out, Heimir inn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cole sakaður um að vera slæm fyrirmynd – Sjáðu hvað hann er byrjaður að nota

Cole sakaður um að vera slæm fyrirmynd – Sjáðu hvað hann er byrjaður að nota
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ætlar að biðja Bale um að lána sér flugvél – Þarf að koma fólki á völlinn

Ætlar að biðja Bale um að lána sér flugvél – Þarf að koma fólki á völlinn