fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
433Sport

Rúmlega þúsund fótboltabullum bannað að fara til Rússlands

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresk yfirvöld hafa bannað rúmlega tólf hundruð stuðningsmönnum enska landsliðsins að ferðast til Rússlands á heimsmeistaramótið í fótbolta. Þessi ákvörðun er tekin af ótta við að þessir einstaklingar verði til vandræða í Rússlandi.

Þetta sagði Dan Roan, íþróttaritstjóri BBC, á Twitter í morgun og bætti hann við að ákvörðunin væri tekin af lögreglu og breska innanríkisráðuneytinu.

Mörgum er enn í fersku minni þegar hópslagsmál brutust út á milli rússneskra og enskra stuðningsmanna í Marseille á Evrópumótinu 2016. Margir slösuðust í átökunum sem vörpuðu dökkum skugga á annars vel heppnað Evrópumót.

Rússnesk yfirvöld hafa einnig lagt mikla áherslu á að uppræta skipulagða bulluhópa sem hafa þann eina tilgang að efna til slagsmála. Telegraph ræddi til dæmis á dögunum við Roma, rússneskan karlmann á fertugsaldri, sem tilheyrir bullum sem styðja Lokomotiv Moskvu og slást við bullur sem styðja önnur lið í Rússlandi.

Í viðtalinu lýsti hann því að lögreglan hefði afskipti af honum einu sinni í mánuði að jafnaði. Roma er einn fjölmargra Rússa sem eru á bannlista fyrir heimsmeistaramótið. Lýsti hann því að hann ætti von á þungri refsingu ef hann myndi hafa sig í frammi meðan á mótinu stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti
433Sport
Fyrir 3 dögum

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart