fbpx
433Sport

„Elsku pabbi, gangi þér vel í Rússlandi. Við söknum þín og stöndum með þér alveg 150%“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. júní 2018 07:39

Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, fékk fallega kveðju frá fjölskyldu sinni áður en hann hélt til Rússlands með landsliðinu. Í meðfylgjandi myndbandi, sem Ari birti á Instagram, má sjá kveðjuna sem sonur Ara les.

Í kveðjunni segir hann meðal annars: „Elsku pabbi, gangi þér vel í Rússlandi. Við söknum þín og stöndum með þér alveg 150%.“

Ari, sem spilar með Lokeren, er búsettur í Belgíu og á hann þrjú börn með Ernu Kristínu Ottósdóttur, einkaþjálfara og sálfræðinema. Börn þeirra eru á aldrinum tveggja til sex ára.

Áður en landsliðið hélt af stað til Rússlands var spilað myndband þar sem aðstandendur strákanna okkar sendu þeim kveðju fyrir mótið. Óhætt er að segja að það hafi verið tilfinningaþrungin stund enda framundan nokkuð löng fjarvera frá fjölskyldu og ástvinum. Það yljar þó eflaust um hjartarætur að fá kveðju sem þessa. Myndbandið má sjá hér að neðan.

 

View this post on Instagram

Next stop 🇷🇺❗️#fyririsland #family

A post shared by Ari Skúlason (@ariskulason) on

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Þjálfari Hugins tjáir sig um vallarmálið: Við mættum á réttan völl – Eiga jafn mikið skilið að fá dæmdan sigur

Þjálfari Hugins tjáir sig um vallarmálið: Við mættum á réttan völl – Eiga jafn mikið skilið að fá dæmdan sigur
433Sport
Í gær

,,Dæma þetta Hugins rusl í 10 ára bann frá KSÍ“

,,Dæma þetta Hugins rusl í 10 ára bann frá KSÍ“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Taktu prófið: Þekkir þú þessar gömlu knattspyrnuhetjur?

Taktu prófið: Þekkir þú þessar gömlu knattspyrnuhetjur?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fer Skagamaðurinn í sögubækurnar í kvöld?

Fer Skagamaðurinn í sögubækurnar í kvöld?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ekkjan á erfitt með að fyrirgefa honum að hafa hengt sig

Ekkjan á erfitt með að fyrirgefa honum að hafa hengt sig
433Sport
Fyrir 3 dögum

Steini Halldórs um að taka við kvennalandsliðinu: Ég veit það að ég er bestur í starfið

Steini Halldórs um að taka við kvennalandsliðinu: Ég veit það að ég er bestur í starfið
433Sport
Fyrir 5 dögum

Leikur Hugins og Völsungs verður spilaður aftur – Eiga aftur möguleika á að komast upp

Leikur Hugins og Völsungs verður spilaður aftur – Eiga aftur möguleika á að komast upp
433Sport
Fyrir 5 dögum

Rúnar: Ég verð áfram þjálfari KR, ekkert vesen

Rúnar: Ég verð áfram þjálfari KR, ekkert vesen