fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019
433Sport

Njósnarar í Rússlandi teknir alvarlega: Löggan mætti heim til íbúa sem tók myndir af æfingu Íslands

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsteymi Íslands og raunar allra þátttökuþjóða lokakeppni heimsmeistaramótsins taka það alvarlega að æfingar liðanna fari fram fyrir luktum dyrum.

Í samtölum við fjölmiðlamenn í morgun kom það fram að á æfingu íslenska liðsins í gær hefði íslenska teymið komið auga á mann með myndavél á svölum skammt frá æfingasvæðinu. Fram kom að lögreglan hefði mætt heim til viðkomandi og tekið fyrir myndatökur af svæðinu.

Ekki fylgdi sögunni hvort þarna væru útsendarar Argentínu, Nígeríu eða Króatíu á ferð þó líklegt megi teljast að þarna hafi einfaldlega verið um að ræða forvitinn íbúa sem upplifir það ekki á hverjum degi að landslið undirbúi sig fyrir HM í bakgarðinum, eða því sem næst.

Nokkrar háar byggingar eru á svæðinu í kringum æfingasvæðið og því nokkuð auðvelt fyrir einhverja íbúa að fylgjast með æfingum íslenska liðsins. Til marks um það hversu stífar reglur gilda um þetta er girt fyrir æfingasvæðið áður en æfing hefst og fá íslenskir fjölmiðlamenn ekki einu sinni að fylgjast með æfingunum.

Ein æfing var opin öllum en hún fór fram á sunnudag, daginn eftir að íslenska liðið kom til Rússlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti
433Sport
Fyrir 3 dögum

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart