fbpx
433Sport

Alfreð hefur lagt allt í sölurnar – Breytti plönum um frí til að vera í sínu besta formi á HM

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 12. júní 2018 15:30

,,Fyrstu kynni af Rússlandi eru mjög góð, framar vonum,“ sagði markahrókurinn, Alfreð Finnbogason fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Rússlandi í dag.

Strákarnir okkar hefja leik á Heimsmeistaramótinu á laugardag þegar liðið mætir Argentínu.

Vel fer um strákana okkar sem komu til Rússlands á laugardag og er öll umgjörð fyrsta flokks.

Meira:
Alfreð var undirbúinn undir allt – ,,Ekkert til að kvarta yfir“

Alfreð var fjarverandi í talsverðan tíma í aðdraganda mótsins vegna meiðsla en kom til baka undir lok tímabilsins með Augsburg í Þýskalandi.

Síðan þá hefur hann lagt allt í sölurnar til að vera í sínu besta formi á HM.

,,Ég náði að nýta þennan mánuð hrikalega vel, ég er í því formi sem ég vil vera. Að hafa spilað þessa tvo leiki gefur manni auka, fá leiktíma. Mér líður hrikalega vel að það sé leikur í þessari viku,“
sagði Alfreð um málið í dag.

,,Ég hugasði þetta þannig að ég vildi ekki hugsa til baka eftir HM og sjá hluti sem ég hefi getað gert betur, ég breytti mínum plönum um frí. Til að vera í sem besta standi hér, svo nýtir maður reynsluna. Í að gera ekki of mikið heldur, fékk hvíld. Ég er mjög sáttur með hvernig þetta hefur farið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Þjálfari Hugins tjáir sig um vallarmálið: Við mættum á réttan völl – Eiga jafn mikið skilið að fá dæmdan sigur

Þjálfari Hugins tjáir sig um vallarmálið: Við mættum á réttan völl – Eiga jafn mikið skilið að fá dæmdan sigur
433Sport
Í gær

,,Dæma þetta Hugins rusl í 10 ára bann frá KSÍ“

,,Dæma þetta Hugins rusl í 10 ára bann frá KSÍ“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Taktu prófið: Þekkir þú þessar gömlu knattspyrnuhetjur?

Taktu prófið: Þekkir þú þessar gömlu knattspyrnuhetjur?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fer Skagamaðurinn í sögubækurnar í kvöld?

Fer Skagamaðurinn í sögubækurnar í kvöld?
433Sport
Fyrir 3 dögum

Ekkjan á erfitt með að fyrirgefa honum að hafa hengt sig

Ekkjan á erfitt með að fyrirgefa honum að hafa hengt sig
433Sport
Fyrir 3 dögum

Steini Halldórs um að taka við kvennalandsliðinu: Ég veit það að ég er bestur í starfið

Steini Halldórs um að taka við kvennalandsliðinu: Ég veit það að ég er bestur í starfið
433Sport
Fyrir 5 dögum

Leikur Hugins og Völsungs verður spilaður aftur – Eiga aftur möguleika á að komast upp

Leikur Hugins og Völsungs verður spilaður aftur – Eiga aftur möguleika á að komast upp
433Sport
Fyrir 5 dögum

Rúnar: Ég verð áfram þjálfari KR, ekkert vesen

Rúnar: Ég verð áfram þjálfari KR, ekkert vesen