fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Kristján Óli gerir upp byrjun Pepsi deildarinnar: Veit ekki hvernig Rúnar yngir upp á Elliheimilinu Grund

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. maí 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm umferðir eru búnar í Pepsi deild karla og mótið að einhverju leyti byrjað að taka á sig mynd.

Breiðablik situr á toppi deildarinnar á meðan ÍBV og Keflavík eru í tveimur neðstu sætunum.

Byrjun KR og Vals hefur ekki verið góð á meðan Grindavík kemur á óvart með öflugum leik.

Kristján Óli Sigurðsson, fyrrum kantmaður Breiðabliks og knattspyrnusérfræðingur mun reglulega í sumar fara yfir deildina.

Við lögðum fyrir hann fimm spurningar til að gera upp fyrstu fimm umferðinar.

Vantar Blikum framherja til að verða Íslandsmeistarar?
Ég myndi segja að það væri grunnskilyrði fyrir Blika að ef þeir ætla að berjast um titilinn í seinni hlutanum að þann 15. júlí verði framherji klár. Þeir þyrftu að vera með hann kláran í upphafi júlí og láta hann æfa með liðinu áður en glugginn opnar. Hrovje Tokic er bara týndur, hann byrjaði síðasta leik hjá þeim og hafði bara ekki neinn áhuga á þessu. Sveinn Aron er efnilegur og allt það, það er kannski bara of mikil ábyrgð á hans herðum að eiga að bera uppi sóknarleikinn hjá liði sem vill verða meistari. Sveinn mun fá fullt af leikjum þangað til að glugginn opnar. Blikar vildu styrkja þessa stöðu fyrir mót og ég veit vel að þeir reyndu það. Það gekk ekki upp sem þeir reyndu en þeir hljóta að vera að vinna í þessum málum.

Hefur gott gengi Grindavíkur og hversu öflugur þjálfari Óli Stefán er komið þér á óvart?
Já og nei, frá því að Óli Stefán byrjaði að þjálfa þá hefur maður hrifist af því hvernig hann gerir hlutina. Hann er bara alvöru þjálfari, Grindavík er skemmtilegra lið en í fyrra. Liðið heldur boltanum betur og varnarleikurinn virkar skipulagðari. Það er ekkert grín fyrir lið eins og Grindavík að missa 19 marka mann í Andra Rúnari, Óli talaði strax um að nú yrði að dreifa markaskorun betur á liðið og það hefur gerst í upphafi móts. Mörkin koma úr ólíkum áttum, þetta er mjög fín byrjun hjá þeim. Ég hef mikla trú á Óla og svo er hann með gott jafnvægi í þjálfarateymi sínu í Milan Stefán Jankovic, hann er frábær á æfingasvæðinu og líklega besti æfingaþjálfari landsins. Það er gaman að sjá þeim ganga vel.

KR er að stilla upp elsta byrjunarliði landsins, þarf Rúnar að yngja upp jafnt og þétt í næstu gluggum?
Það er deginum ljósara, einn sigur í fimm leikjum hjá liði sem ætlar að berjast um þann stóra er ekki gott. Þegar það er spilað þétt í upphafi móts þá getur það reynt hressilega á menn sem eru á fertugsaldri, það tekur í. Það var líka bara ótrúlegt að sjá hvernig KR kom inn í fyrsta leik mótsins gegn Val, þar átti bara að verja stigið og það sást svo augljóslega á uppleggi liðsins. Í tíu ár á undan hefur KR farið á alla velli til að vinna leiki, sama hver andstæðingurinn er. Mér finnst þetta dapurt, KR á að vera stærsta lið landsins. Ég veit ekki hvaða plan þeir eru með og hvernig Rúnar ætlar að yngja upp á Elliheimilinu Grund.

Hvert er vandamál Vals í upphafi móts?
Það er margt sem spilar þar inn í, það vilja í fyrsta lagi allir vinna Íslandsmeistarana. Kaupin í vetur hafa svo ekki skilað sínu, Kristinn Freyr kemur heim eftir vont ár í atvinnumennsku. Hann fór út sem besti leikmaður deildarinnar og kemur heim, hann virðist hálf brotinn eftir dvölina úti. Valur þarf meira frá honum. Svo er Birkir Már á leið á HM, maður sér það bara langar leiðir að hann hefur ekki neinn áhuga á að meiðast gegn Grindavík eða Víkingi. Ég get get skilið það upp að vissu marki, hann er ekki að fara í neinar tæklingar þar sem hann mögulega meiðist. Ég held að við munum sjá hans rétta andlit eftir Rússland. Svo er það vandamál fyrir Val hversu fljótt menn virðast fara í fýlu, það smitar út í hópinn. Ef þú ert ekki í liðinu í tvo eða þrjá leiki þá bara setur þú hausinn niður og vinnur í þínum málum á æfingasvæðinu. Kemur þér inn í liðið, Guðjón Pétur hefði betur gert það í stað þess að fara í fjölmiðla og básúna út um hlutina. Það veit aldrei á gott, hann er nú mættur í liðið og hefði átt að sleppa þessu veseni eftir þrjá leiki. Anton Ari hefur svo byrjað afar illa og er að minna okkur á það að hann átti ekkert erindi til Rússlands. Ef eitthvað lið getur komið sér á flug í þessari deild þá er það Valur, liðið er með tvo menn í hverja stöðu og deildin er mjög jöfn. Þeir geta stimplað sig hressilega til leiks gegn Blikum um helgina.

Eru ÍBV og Keflavík slökustu liðin, fara þau niðu?
AF þessum fyrstu fimm umferðum að dæma þá sé ég ekki að ÍBV og Keflavík vinni marga leiki. Þá sér í lagi Keflavík, ÍBV er með heimavöllinn en eru bara í sama veseni og alltaf. Liðið kemur seint sama, margir erlendir leikmenn og í ár eru þeir að smíða að stórum hluta nýtt lið. Gæðin í Keflavík eru ekki næg, þeir voru fínir í Inkasso. Pepsi er hins vegar ekki Inkasso. ÍBV gefur öðrum liðum alltaf forskot með slakri byrjun, ég held að þessi endalausa umræða um Kristján Guðmundsson og framtíð hans hafi ekki áhrif. EF Kristján hefur orð stjórnar ÍBV þá er það nóg, hann er það reyndur að gróusögur hafa ekki áhrif á hann. ÍBV hefur Evrópukeppnina eftir sigurinn í bikarnum og júní mánuðir verður liðinu mikilvægur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu

Loksins búið að nafngreina nýjustu kærustu stjörnunnar – Hefur sést á heimili hans á árinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“

Gylfi brattur eftir sigur á uppeldisfélaginu – „Auðvelt að setja það til hliðar“