fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Mun lítil leikæfing lykilmanna hafa áhrif í Rússlandi?

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. maí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er bara tæpur mánuður í það að íslenska landsliðið hefji leik á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Þann 16. júní mætir Ísland stórliði Argentínu í fyrsta leiknum sínum á HM. Liðið heldur út viku áður en undirbúningur liðsins fyrir mótið er að fara af stað. Íslenska liðið er byrjað að æfa en aðeins fimm leikmenn eru komnir til æfinga, þeim fjölgar svo í næstu viku og eftir tæpar tvær vikur verða allir leikmenn liðsins komnir saman.

Mikil bjartsýni er hjá íslensku þjóðinni fyrir mótinu enda liðið alltaf staðið sig vel síðustu ár. Það er hins vegar óhætt að segja að lykilmenn hafa oftar en ekki verið á betri stað er varðar leikæfingu og meiðsli. Tvær skærustu stjörnur liðsins, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson, eru meiddir. Aron fór nýlega í aðgerð og Gylfi hefur ekki spilað síðan í mars. Fyrir Evrópumótið í Frakklandi var óvissan með lykilmenn ekki eins mikil. Þessum áhyggjum hefur landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson, flaggað.


Kári Árnason
6 leikir með félagsliði árið 2018
Miðvörðurinn hefur sjálfur talað um að það hafi í raun verið jákvætt að hann væri ekki að spila alla leiki. Það er hins vegar ljóst að Kári hefur verið í betri leikæfingu, hann hefur spilað sex leiki með Aberdeen á þessu ári, í tveimur leikjum hefur hann spilað allar 90 mínútur leiksins. Kári mun svo koma heim til Íslands eftir HM.


Emil Hallfreðsson
8 leikir með félagsliði árið 2018
Emil hefur verið í smá meiðslavandræðum og átti síðan í vandræðum með að spila leiki, hann hefur byrjað tvo leiki á þessu ári með Udinese. Mínútur Emils hafa ekki verið margar en miðjumaðurinn hefur á síðasta ári orðið algjör lykilmaður í liði Íslands.


Hörður Björgvin Magnússon
14 leikir með félagsliði árið 2018
Hefur komið við sögu í mörgum leikjum en oftar en ekki voru mínúturnar fáar. Frá því um miðjan mars hefur Hörður aðeins leikið 45 mínútur með Bristol, þessi öflugi vinstri bakvörður meiddist og missti af endaspretti liðsins í næstefstu deild Englands. Hörður lék um 1.500 mínútur á þessu tímabili sem er ekkert sérstaklega mikið.


Gylfi Þór Sigurðsson
7 leikir með félagsliði árið 2018
Besti leikmaður Íslands spilaði síðast fótboltaleik 10. mars á þessu ári. Þá meiddist Gylfi í leik með Everton, hann hefur spilað sjö leiki á þessu ári. Gylfi er byrjaður að sparka í boltann en mikilvægt er fyrir hann að spila æfingaleiki Íslands í byrjun júní. Þar þarf hann að komast í leikæfingu fyrir átökin í Rússlandi.


Aron Einar Gunnarsson
8 leikir með félagsliði árið 2018
Fyrirliði þjóðarinnar hefur heldur betur gengið í gegnum mikið með Cardiff á þessu ári, Aron hefur í tvígang farið í aðgerð. Um síðustu jól fór Aron í aðgerð á ökkla og þegar hann virtist vera að nálgast sitt besta form meiddist hann á hné. Aron er nú í kappi við tímann en endurhæfing hans fer fram í Katar.


Birkir Már Sævarsson
3 leikir með Val í Pepsi-deildinni
Birkir Már er eini leikmaðurinn sem spilar á Íslandi fyrir mótið, óvíst er hvaða áhrif það mun hafa á leik hans. Birkir hefur spilað alla leiki Vals í sumar en það má ljóst vera að munurinn á ákefð í efstu deild á Íslandi og gegn landsliðum í hæsta gæðaflokki er mikill.


Birkir Bjarnason
16 leikir með félagsliði á árinu
Birkir hefur spilað mikið á þessu ári en undir það síðasta hefur þessi frábæri leikmaður verið að glíma við meiðsli. Fékk aðeins nokkrar mínútur í síðasta leik Aston Villa er liðið kom sér í úrslit um laust sæti í ensku, það er vonandi að Birkir fái talsvert af mínútum undir beltið fyrir HM.


Alfreð Finnbogason
Sex leikir með félagsliði árið 2018
Framherjinn knái er líklega á besta staðnum af þessum mönnum, náði að að spila fjóra síðustu leiki Augsburg og byrjaði þá alla. Hann hefur hins vegar spilað fáar mínútur á þessu ári og það getur haft áhrif í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar

KFA staðfestir komur Þórðar Ingasonar
433Sport
Í gær

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni

Fylkir kaupir Sigurberg frá Stjörnunni
433Sport
Í gær

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur