433Sport

Birkir kom við sögu er Villa tryggði sig í úrslit um sæti í úrvalsdeildinni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. maí 2018 20:42

Birkir Bjarnason byrjaði á bekknum þegar Aston Villa mætti Middlesbrough í kvöld. Um var að ræða síðari leik liðana í umspili.

Aston Villa vann fyrir leikinn 0-1 á Riverside á Norður-Englandi.

Birkir Bjarnason kom við sögu í uppbótartíma í kvöld en honum lauk með markalausu jafntefli.

Villa er því komið í úrslitaleikinn um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Þar mun Villa mæti Fulham en sigurvegarinn fer í deild þeirra bestu, leikurinn fer fram 26 maí á Wembley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af