fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Baldur Sig: Það mun seint gerast að Rúnar Páll umbylti sínum leikstíl

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 22:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við komum vel undan vetri og það er bara gríðarlega mikil tilhlökkun í gangi núna að byrja þetta mót,“ sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar í samtali við 433.is á dögunum.

Pepsi-deildin byrjar að rúlla um helgina en Stjörnunni er spáð góðu gengi hjá flestum miðlum en liðið hefur endað í öðru sæti deildarinnar, undanfarin tvö ár.

Baldur er bjartsýnn fyrir sumrinu en Stjarnan tekur á móti Keflavík í sínum fyrsta leik á föstudaginn næstkomandi.

„Við Stjörnumenn erum klárir í þetta tímabil. Við höfum ekki misst marga leikmenn og erum með mjög svipaðan hóp og í fyrra. Það voru margir að standa sig vel síðasta sumar og vonandi halda þeir uppteknum hætti í sumar. Þeir leikmenn sem hafa bæst í hópinn hafa allir staðið sig vel og ég tel að þeir muni bara styrkja okkur þegar fram í horfir,“ sagði fyrirliðinn.

Rúnar Páll er íhaldssamur þjálfari og því má ekki við búast við miklum breytingum á leikkerfi liðsins í sumar.

„Það mun seint gerast að Rúnar Páll fari að umbylta sínum leikstíl. Það þýðir því ekkert annað en að halda áfram að þróa hann. Það er alltaf hægt að fínpússa hlutina í fótbolta og við erum alltaf að reyna bæta okkur. Við höfum endað í öðru sæti deildarinnar, undanfarin tvö ár og markmiðið í ár er að gera betur en það.“

Jón Þór Hauksson og Veigar Páll Gunnarsson komu inn í þjálfarateymi Stjörnunnar í haust í staðinn fyrir þá Brynjar Björn og Davíð Snorra sem hurfu á braut og er Baldur ánægður með þessar breytingar.

„Davíð og Brynjar voru frábærir í þjálfarateyminu og auðvitað er eftirsjá í þeim, þeir voru að standa sig vel og þess vegna fengu þeir stór tækifæri annarsstaðar. Mér finnst Rúnar og stjórnin hafa valið vel í þeim Jón Þóri og Veigari. Þeir eru báðir með mikla reynslu og hjá þjálfarateyminu snýst þetta um að vega hvorn annan upp eins og menn segja gjarnan og ég tel Stjörnuna hafa gert mjög vel í þessum málum.“

Flestir búast við því að Valur verji titil sinn í sumar en er Stjarnan með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn?

„Valsararnir hafa rúllað vel í gegnum veturinn en það er oft þannig að undirbúningstímabilið segir kannski ekki alla söguna. Það er samt klárt mál að þeir eru með gríðarlega sterkt lið og þeir verða öflugir í sumar. Við stefnum hærra en í fyrra og þá þurfum við að klára Valsarana. Það er hins vegar nóg af góðum liðum í þessari deild, FH er með mjög breytt lið, Blikar hafa verið öflugir og KR er alltaf KR þannig að það eru mörg lið sem geta gert tilkall í sumar.“

Stjarnan hefur byrjað mótið af miklum krafti, undanfarin tvö ár en svo hefur gengi liðsins oft á tíðum hrunið í júní mánuði en Baldur telur það vera einskæða tilviljun.

„Við erum ekkert að fara á einhvern fund 1. júní en við förum yfir það sem við gerum vel og svo það sem við höfum verið að gera illa. Ég tel okkur hafa verið óheppna í fyrra sem dæmi, þá misstum við þrjá lykilmenn í meiðsli og í kjölfarið af því misstum við smá sjálfstraust. Aðalatriðið er að við höfum verið að byrja mótið vel og ef við náum að fylgja því eftir þá verðum við að halda stöðugleika og það er það sem við höfum verið að reyna vinna með núna,“ sagði Baldur léttur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins

Kemur vel til greina að fyrrum stjóri United taki við Bayern – Einum færri á blaði eftir fréttir dagsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta

Er að spila sína síðustu leiki fyrir Chelsea en ætlar ekki að hætta