fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433Sport

Markasúpa á Anfield þegar Liverpool fór illa með Roma

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool 5 – 2 Roma
1-0 Mohamed Salah (36′)
2-0 Mohamed Salah (45′)
3-0 Sadio Mane (56′)
4-0 Roberto Firmino (62′)
5-0 Roberto Firmino (69′)
5-1 Edin Dzeko (81′)
5-2 Diego Perotti (víti 85′)

Liverpool tók á móti Roma í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 5-2 sigri heimamanna.

Það var Mohamed Salah sem kom Liverpool yfir á 36. mínútu með stórglæsilegu marki og hann bætti svo við öðru marki sínu á 45. mínútu þegar hann slapp einn í gegn og kláraði laglega framhjá Allison í marki gestanna.

Sadio Mane kom Liverpool svo í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Roberto Firmino bætti við tveimur mörkum til viðbótar með stuttu millibili og staðan allt í einu orðin 5-0 fyrir Liverpool.

Edin Dzeko minnkaði muninn fyrir Roma á 81. mínútu eftir slakan varnarleik Dejan Lovren og Diego Perotti bætti svo öðru marki við þegar hann skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu á 85. mínútu.

Lokatölur því 5-2 fyrir Liverpool sem er í ágætis málum fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Róm eftir rúma viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Hartman í Val
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans

Ríkharð svaraði kallinu – Sjáðu gjörbreytt útlit hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær

De Bruyne setti met sem hann hefði heldur viljað sleppa í gær