fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Arsene Wenger: Fólk hefur hrósað mér of mikið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 22. apríl 2018 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri heimamanna.

Nacho Monreal kom Arsenal yfir í upphafi síðari hálfleiks en Marko Arnautovic jafnaði metin fyrir West Ham, nokkrum mínútum síðar.

Aaron Ramsey kom Arsenal svo í 2-1 áður en Alexandre Lacazette bætti við tveimur mörkum til viðbótar og lokatölur því 4-1 fyrir Arsenal.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var ánægður með að taka þrjú stig í leiknum eftir erfiða byrjun.

„Við ætluðum okkur að vinna þennan leik en atburðir vikunnar settu vissulega strik í reikninginn. Ég er ánægður að ná að klára þetta þrátt fyrir erfiða byrjun,“ sagði stjórinn.

„Þetta var góður undirbúningur fyrir fimmtudaginn, við þurfum að klára undanúrsitin til þess að komast í úrslitin en Evrópudeildin er keppni sem við viljum að sjálfsögðu vinna.“

„Ég vil annars nota þetta tækifæri og þakka fyrir mig og þakka þeim sem hafa hrósað mér of mikið á undanförnum dögum. Þetta hefur verið frábær kafli í mínu lífi og ég er mjög þakklátur fyrir það,“ sagði Wenger að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi

KSÍ segir ráðningu á framkvæmdarstjóra í góðum farvegi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin

Selfoss borgar stóran hluta af myndarlegum launapakka Gary Martin
433Sport
Í gær

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Í gær

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði