fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

WBA með ótrúlega endurkomu gegn Liverpool

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. apríl 2018 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

WBA 2 – 2 Liverpool
0-1 Danny Ings (4′)
0-2 Mohamed Salah (72′)
1-2 Jake Livermore (79′)
2-2 Salomon Rondon (88′)

WBA tók á móti Liverpool í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Danny Ings kom Liverpool yfir snemma leiks með sínu fyrsta marki í tæp þrjú ár og Mohamed Salah tvöfaldaði svo forystu gestanna með laglegu marki á 72. mínútu en þetta var mark númer 41 hjá Salah á leiktíðinni.

Jake Livermore minnkaði svo muninn fyrir WBA á 79. mínútu með marki eftir hornspyrnu og það var svo Salomon Rondon sem jafnaði metin fyrir WBA með frábæru skallamarki eftir aukaspyrnu og lokatölur því 2-2 í hörkuleik.

WBA er áfram í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig og er 9 stigum frá öruggu sæti þegar þrír leikir eru eftir af deildinni.

Liverpool er hins vegar í þriðja sæti deildarinnar með 71 stig, þremur stigum meira en Tottenham sem er í fjórða sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall

Væri enn bestur í deildinni 80 ára gamall
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Í gær

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu