fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
433Sport

Jurgen Klopp: Lið eins og WBA þarf ekki að vökva völlinn sinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 21. apríl 2018 13:56

WBA tók á móti Liverpool í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Liverpool komst í 2-0 í leiknum með mörkum frá þeim Danny Ings og Mohamed Salah en þeir Jake Livermore og Salomon Rondon jöfnuðu metin fyrir WBA í síðari hálfleik og lokatölur því 2-2 í hörkuleik.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var að vonum svekktur með að missa leikinn niður í jafntefli.

„Mér fannst við stjóna leiknum vel og einu færin sem þeir voru að skapa sér voru eftir föst leikatriði,“ sagði stjórinn.

„Þeir voru mikið að þrýsta á markmanninn okkar í föstum leikatriðum. Það er mikið um þannig bolta í þessu landi en það gerir þetta erfiðara fyrir markmanninn.“

„Leikurinn var þurr og WBA ákvað að vökva ekki völlinn í hálfleik sem gerði okkur erfiðara fyrir að spila boltanum.“

„Það breytir miklu að vökva ekki völlinn en lið eins og WBA þarf ekki að vökva völlinn sinn, þeir geta spilað á þurrum velli í Championship deildinni á næstu leiktíð,“ sagði Klopp pirraður að lokum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik