fbpx
Laugardagur 19.janúar 2019
433Sport

Brynjar gagnrýnir HM þætti á RÚV – ,,Svona var fótboltinn áður en hann var kellingavæddur myndi Óli Þórðar segja“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 11:00

Brynjar Níelsson

Brynjar Níelsson, alþingismaður gagnrýnir þætti á RÚV sem sýna sögu Heimsmeistaramótsins í fótbolta.

RÚV hefur sýnt þættina síðustu vikur en þar er farið yfir söguna á þessu stærsta íþróttamóti í heimi.

HM hefst í Rússlandi þann 14. júní, Ísland hefur svo leik 16. júní þegar liðið mætir Argentinu.

,,Vinir mínir á RUV hafa undanfarnar vikur sýnt afar undarlega þætti um sögu HM í fótbolta. Löngum stundum er sýnd nærmynd af fótum leikmanna í einkennilegri þögn,“ skrifar Brynjar á Facebook síðu sinni.

,,Það er ekki heill þráður og maður er engu nær um fyrirkomulag keppninnar fyrr en allt í einu einhver lið eru komin í undanúrslit og svo úrslit.“

Brynjar segir svo að leikmenn hafi verið heppnir að sleppa lifandi úr mótunum í gamla daga.

,,Merkilegast finnst mér þó að einhverjir leikmenn skyldu koma óskaddaðir úr HM 1978 og 1982. Svona var fótboltinn áður en hann var kellingavæddur myndi kannski Óli Þórðar segja,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 2 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitar fyrir að vera homminn sem á að vera að koma út úr skápnum

Neitar fyrir að vera homminn sem á að vera að koma út úr skápnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sveppi hitti Mourinho og upplifunin var ‘hræðileg’: ,,Ég hugsaði bara, hvað er að þessum gæja?“

Sveppi hitti Mourinho og upplifunin var ‘hræðileg’: ,,Ég hugsaði bara, hvað er að þessum gæja?“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjarna Liverpool er brjáluð: Sjáðu hverju ensk blöð lugu upp á hann

Stjarna Liverpool er brjáluð: Sjáðu hverju ensk blöð lugu upp á hann