Mánudagur 17.desember 2018
433Sport

Flóttafólk fær frítt á völlinn í Víkinni og hjá KA

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 14:11

Bæði Víkingur og KA munu bjóða flóttafólki frítt á völlinn í sumar þegar fótboltinn fer að rúlla af stað.

Víkingar voru fyrstir til að greina frá þessu og nú hefur KA sagt frá því að félagið gerir slíkt hið sama.

Talsverður fjöldi af flóttafólki hefur komið hingað til lands síðustu ár og reynir að aðlagast lífi á nýjum stað.

,,Knattspyrnudeild Víkings er stolt af því að kynna samstarf við Rauða krossinn á Íslandi. Í sumar munu Víkingar bjóða flóttafólki sem hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi árskort á heimaleiki meistaraflokks karla í gegnum verkefnið Leiðsögumenn flóttafólks, en verkefninu er ætlað að stuðla að gagnkvæmri aðlögun flóttafólks og heimamanna í íslensku samfélagi,“ skrifuðu Víkingar á Facebook.

Þeir hafa skorað á önnur félög að gera slíkt hið sama en þetta hefur KA gert auk þess að fella niður æfingagjöld á flóttafólk.

,,„Við höfum boðið flóttafólki sem er að aðlagast nýju lífi bæði frítt á völlinn og frí æfingagjöld fyrir börnin, við teljum mikilvægt að taka vel á móti þessu fólki og hjálpa því að aðlagast samfélaginu sem best,“ sagði KA.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður

Elmar ræðir leikinn sem enginn vill muna eftir: Ég hef aldrei upplifað þetta áður
433Sport
Í gær

Skipað að hafa kveikt á símanum – Svarar aldrei og er í veseni

Skipað að hafa kveikt á símanum – Svarar aldrei og er í veseni
433Sport
Fyrir 3 dögum

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið

Theodór Elmar staðfestir viðræður við tvö lið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Réðst á liðsfélaga sinn með golfkylfu: Hann hefði átt að hugsa sig tvisvar um

Réðst á liðsfélaga sinn með golfkylfu: Hann hefði átt að hugsa sig tvisvar um
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjörnur Liverpool í erfiðleikum gegn United – Tölfræðin athyglisverð

Stjörnur Liverpool í erfiðleikum gegn United – Tölfræðin athyglisverð
433Sport
Fyrir 3 dögum

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?