fbpx
433Sport

Morðhótanir berast úr öllum áttum eftir umdeildan dóm eiginmannsins

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 14. apríl 2018 17:42

Lucy Oliver eiginkona Michael Oliver knattspyrnudómara á Englandi hefur upplifað erfiða daga frá því á þriðjudag.

Mikill fjöldi af morðhótunum hafa borist Lucy eftir að Michael dæmdi leik Real Madrid og Juventus.

Allt stefndi í framlengingu þegar Oliver dæmdi vítaspyrnu og í kjölfarið rak hann Gianluigi Buffon markvörð Juventus af velli. Cristiano Ronaldo skoraði úr vítaspyrnunni og skaut Real Madrid áfram.

Buffon sendi Michael Oliver kaldar kveðjur eftir leik og síðan hafa stuðningsmenn hans og Juventus áreitt konu hennar.

Morðhótanir hafa borist í síma hennar, í póstkassann hjá þeim og í gegnum samfélagsmiðla. Símanúmeri hennar var dreift á Twitter en því hefur nú verið lokað.

Lögreglan er með þetta á borði sína og aðstoðar Lucy og Michael til að tryggja öryggi þeirra ásamt að rannsaka málið.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 dögum

Ísland fékk sjö mörk á sig í Árbænum

Ísland fékk sjö mörk á sig í Árbænum
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu atvikið: Þegar Aron Einar bombaði svo fast að Auðunn Blöndal datt í jörðina

Sjáðu atvikið: Þegar Aron Einar bombaði svo fast að Auðunn Blöndal datt í jörðina
433Sport
Fyrir 4 dögum

Alfreð: Markið mitt töluvert fallegra en markið hans Jóa

Alfreð: Markið mitt töluvert fallegra en markið hans Jóa
433Sport
Fyrir 4 dögum

Gylfi tók Alfreð á skotæfingar: Frábært mark hjá honum

Gylfi tók Alfreð á skotæfingar: Frábært mark hjá honum
433Sport
Fyrir 4 dögum

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum – ,,Ísland vs Grænland?“

Það sem þjóðin hafði að segja yfir leiknum – ,,Ísland vs Grænland?“
433Sport
Fyrir 4 dögum

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss – Sjö breytingar frá tapinu hræðilega í síðasta mánuði

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss – Sjö breytingar frá tapinu hræðilega í síðasta mánuði