fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Arsene Wenger: Væri fínt að sleppa við Atletico Madrid

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. apríl 2018 22:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

CSKA Moscow tók á móti Arsenal í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Það voru þeir Dedor Chalov og Kirill Nababkin sem skoruðu mörk CSKA í leiknum en Danny Welbeck og Aaron Ramsey sáu um markaskorun Arsenal í kvöld.

Arsenal vann fyrri leikinn 4-1 og fer því áfram í undanúrslit keppninnar, samanlegt 6-3.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal var að vonum ánægður með að vera kominn áfram í undanúrslit keppninnar.

„Ákáfinn í þeim kom okkur aðeins á óvart í byrjun en en svo róaðist leikurinn aðeins. Þeir ná að skora annað markið og voru nálægt því að bæta þriðja markinu við og þá vöknuðum við fannst mér,“ sagði Wenger.

„Þegar að við skorum fyrsta markið okkar fannst mér þetta aldrei spurning og mér fannst við alltaf líklegir til þess að bæta við og það kom loksins í uppbótartíma.“

„Við vorum vissulega í vandræðum í fyrri hálfleik. Við breyttum aðeins til í vörninni og vorum með fimm til baka í síðari hálfleik og mér fannst það virka betur. Þeir skoruðu annað mark sitt úr skoti fyrir utan en þeir opnuðu okkur aldrei í síðari hálfleik.“

„Við höfum séð óvænt úrslit í Evrópukeppnum að undanförnu og við hefðum átt að vera betur vakandi. Það getur allt gerst í þessum leikjum en ég er mjög sáttur með að vera kominn í undanúrslit keppninnar.“

„Það væri fínt að sleppa við Atletico Madrid, þeir eru sterkasta liðið í pottinum, á pappírum í það minnsta en við munum gefa öllum liðum alvöru leik í undanúrslitunum,“ sagði han að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra

Úr dönsku úrvalsdeildinni í Vestra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð

Setja vermiða á stjórann sem Liverpool vill fá – Mjög vegleg upphæð