fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Útlendingar fengu allt aðra meðferð: Kvartað yfir að ég væri ekki nógu harður

Victor Pálsson
Sunnudaginn 9. desember 2018 11:00

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur var spurður út í það hvort hann hafi verið mikið í því að kvarta eða væla sem leikmaður.

Þorvaldur lék með Nottingham Forest, Stoke City og Oldham á Englandi á ansi öflugum ferli.

Hann segir að menningin hafi verið allt önnur í Englandi og að það hafi verið ómögulegt fyrir útlendinga að biðja um aukaspyrnu í leikjum.

,,Ekki í Englandi, ég held að það hafi verið kvartað yfir að ég hafi ekki verið nógu harður í Englandi en of harður hérna,“ sagði Þorvaldur.

,,Í Englandi þá var gaman að spila að því leyti til að þú máttir segja meira og dómarinn svaraði bara á móti.“

,,Í dag eru fleiri myndavélar og menn halda fyrir munninn á sér. Það er ekki hægt að neita því ef maður horfir á gamlar myndir að það voru leyfðar fleiri tæklingar, löppin mátti vera hærra uppi.“

,,Það þýddi ekki fyrir útlendinga að biðja um aukaspyrnu þá var kallað dýfa. Ég held að ég hafi ekki verið slæmur í því en ekki barnanna bestur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Í gær

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?