fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. desember 2018 14:00

ROY KEANE CELEBRATES AFTER SCORING FOR FOREST LEEDS UNITED V NOTTINGHAM FOREST.

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur ræddi aðeins um fyrrum leikmann Manchester United, Roy Keane en þeir léku saman hjá Nottingham Forest.

Keane er af mörgum talinn einn öflugasti miðjumaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann var frábær leiðtogi á sínum tíma.

Þorvaldur kom til Forest ári á undan Keane sem var fenginn frá írska félaginu Cobh Ramblers árið 1990.

Hann talar nokkuð vel um Keane sem var aðeins þrjú ár hjá Forest og samdi svo við United þar sem hann spilaði í 12 ár.

,,Hann kemur ári á eftir mér og dettur inn í liðið gegn Liverpool úti. Það voru veikindi og hann var nýkominn,“ sagði Þorvaldur.

,,Brian Clough átti það til og var mjög duglegur við það að henda mönnum í djúpu laugina án þess að gefa þeim tíma til að hugsa eins og ég lenti sjálfur í.“

,,Við spilum við Liverpool, menn veikjast kvöldið áður og hann dettur beint í liðið og horfði ekkert til baka eftir það.“

,,Þegar hann kemur til Forest þá er hann illa nærður og horaður Íri. Hann rífur kjaft og enginn skildi hann!“

,,Hann vinnur sig inn og vinnur sér inn virðingu innan hópsins. Hann var skynsamur stjórnandi og var fljótlega góður leikmaður fyrir Forest. Hann þroskaðist vel undir Brian Clough og þeim leikmönnum sem voru í kringum hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik