fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Þorvaldur lék með einum grófasta leikmanni sögunnar: Hann var fínn drengur

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. desember 2018 11:00

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur lék með varnarmanninum Stuart Pearce hjá Nottingham Forest en hann var hjá félaginu frá 1985 til 1997.

Pearce þótti vera hálf klikkaður á velli og var kallaður ‘Psycho’ af liðsfélögum sínum sem og andstæðingum.

Þorvaldur segir að Pearce hafi verið flottur náungi sem vissi sín takmörk á fótboltavellinum.

,,Hann var ekki rólegur maður inni á velli og heldur ekki í klefa eða á æfingasvæðinu,“ sagði Þorvaldur.

,,Hann var fínn drengur fyrir utan eins og flestir eru í hópum í fótbolta. Það eru mismunandi karakterar sem eru mismunandi innan sem utan vallar.“

,,Hann var góður drengur og þeir eru margir enn fínir félagar ennþá. Hann var okkar leiðtogi út á við hvað varðar stuðningsmenn.“

,,Hann var harður af sér og þurfti heldur betur að hafa fyrir því að komast í gegnum utandeildina, og hjá Coventry og hann vissi sín takmörk.“

,,Það sem gerði hann að góðum fótboltamanni er að hann vissi sín takmörk. Hann reyndi ekkert annað en að vera það sem hann kunni að gera. Hann spilaði mjög vel út frá því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik