fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Þorvaldur hafnaði stórliði sem heillar marga – Vildi ekki elta sama þjálfarann

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. desember 2018 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Þorvaldur Örlygsson þjálfari U19 ára landsliðs karla.

Þorvaldur hefur átt áhugaverðan feril, fyrst sem leikmaður og þjálfari.

Þorvaldur fékk skemmtileg tilboð á sínum tíma og gat gengið í raðir skoska stórliðsins Celtic.

Lou Macari hafði yfirgefið Stoke og tekið við Celtic og hafði áhuga á að fá Þorvald með sér til Skotlands.

Celtic er gríðarlega stórt félag eins og flestir vita og tala margir um að Celtic Park sé besti heimavöllur Evrópu.

Þorvaldur hafði ekki mikinn áhuga á því og var áfram hjá Stoke. Ári seinna var Macari mættur aftur á Britannia og þá ákvað Þorvaldur að kveðja.

,,Þetta voru tvö ár hjá Stoke og Lou Macari fór svo til Celtic. Joe Jordan tekur svo við,“ sagði Þorvaldur.

,,Lou Macari bauð mér að koma til Celtic og það voru viðræður um það en ég hafði ekki áhuga.“

,,Joe Jordan kom inn og hann var frábær þjálfari og náungi. Hann var svakalega skipulagður og það var gaman að vera með honum á æfingum og allt þetta.“

,,Úrslitin voru kannski ekki alveg eins góð. Hann náði ekki alveg til fólksins í Stoke eins og Lou Macari og það fór aðeins að snúast á móti honum.“

,,Það gekk ekkert hjá Lou Macari hjá Celtic sem kemur svosem ekkert á óvart. Hann var fljótlega kominn aftur til Stoke. Hann kemur til baka og tekur við aftur. Þá var kominn tími á að breyta til.“

,,Celtic er risastórt félag en ákvarðanirnar eru ekki alltaf teknar á fótboltavellinum, stundum fyrir utan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“

Er hiti á Arnari í starfi? – „Þá heimta ég ekki að þættinum sé cancelað og að Gísli Einarsson sé rekinn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony