fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Viðar hefur þurft að hlusta á mikla gagnrýni: Fyrsti maðurinn sem fólk talar um ef illa gengur

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. desember 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er markahrókurinn Viðar Örn Kjartansson sem spilar með Rostov í Rússlandi.

Þrátt fyrir að hafa verið einn heitasti markaskorari Íslands undanfarin ár þá hefur Viðar í raun aldrei átt fast sæti í landsliðinu.

Viðar fékk tækifæri í byrjunarliðinu gegn Kosóvó í undankeppni HM en eins og oft áður var honum fórnað í síðari hálfleik.

Selfyssingurinn segir að það sé auðvelt að tala um að hann hafi fengið tækifærið í landsliðinu en það er hægara gert en sagt að stimpla sig almennilega inn.

,,Fólk segir kannski: ‘Hann hefur fengið sitt tækifæri’ og þið getið alveg sagt það og kannski er það rétt en þú ert að spila fyrir lífi þínu,“ sagði Viðar.

,,Á meðan aðrir kannski eru að spila og fá sínar 90 mínútur eða spila nokkra leiki útaf bönnum og svona. Ég fæ einn leik þarna, 60 mínútur.“

,,Ég vissi alveg að ef ég væri ekki búinn að skora tvö fyrir það þá væri búið að taka mig útaf.“

,,Þú ferð að reyna alltof mikið og verður þreyttur strax því þú ert að reyna svo mikið. Þú vilt vera búinn að skora tvö og þetta er allt að springa.“

,,Ég var nokkuð viss um að ég myndi fá að spila þennan leik en ég hefði þurft að vera rosalega heppinn til að stimpla mig inn.“

,,Hjá landsliðinu eru þetta 11 til 13 leikmenn sem spila flesta leikina og þegar þeir spila þá gengur allt eins og smurt.“

,,Svo kemur einn leikmaður sem er ekki að spila vanalega þá er það líklega fyrsti maðurinn sem fólk talar um ef leikurinn gengur ekki nógu vel.“

,,Það er meira en að segja það að ná að stimpla sig þarna inn. Það hafa nokkrir leikmenn gert það sem voru ekki að byrja vel eða voru ekki í byrjunarliðinu, þeir hafa byrjað að skora mörk eða spila vel og komist í starting en það er mjög erfið leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag

Tveir handteknir grunaðir um að hafa nauðgað konu á föstudag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur

Áfall fyrir Liverpool – Diogo Jota enn á ný meiddur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu

Búið að ganga frá launapakkanum sem Þorvaldur fær í Laugardalnum – Þetta þénaði Vanda í starfinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga

Arsenal og City gætu verið á leið í stríð um miðjumanninn öfluga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við

Bayern byrjað að ræða við Rangnick um að taka við
433Sport
Í gær

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Í gær

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar

Bjóða honum nýjan samning þó sá gamli gildi í sex ár til viðbótar