fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
433Sport

Bara eitt lið sem vildi ekki semja við Tryggva: Ég hefði allan tímann viljað fara þangað

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Tryggvi sneri heim úr atvinnumennsku árið 2005 en hann samdi þá við FH eftir dvöl hjá Örgryte í Svíþjóð.

Það voru öll lið í efstu deild sem höfðu áhuga á Tryggva fyrir utan eitt félag, það félag sem Tryggvi vildi mest semja við.

KR vildi ekki semja við framherjann á þessum tíma en hann er sjálfur ekki með útskýringu á hvers vegna.

,,Ég var spurður út í þetta, ég sagði þetta ekki. Þetta var mjög sérstakt, auðvitað hafði ÍBV samband við mig og mig langaði að fara þangað en ég hafði ákveðið á þeim tíma að búa í Reykjavík og FH urðu meistarar 2004 árið áður,“ sagði Tryggvi.

,,Óli Jó sýndi mér mjög mikinn áhuga og önnur lið líka en það var sérstakt að KR hafði ekki samband. Einhverra hluta vegna, hverjir sem voru í stjórn eða í þjálfun á þeim tíma.“

,,Ég hefði allan tímann viljað fara þangað því ég kom mér fyrir í Vesturbænum, ég bjó á Nesveginum í mörg ár og allir mínir krakkar eru KR-ingar.“

,,Áhuginn sem FH sýndi mér var gríðarlegur. Þeir fengu Auðun Helgason á sama tíma úr atvinnumennsku og voru með rosalega flott lið.“

,,Allan Borgvardt var þarna, Tommy Nielsen var þarna, mér fannst þetta mjög spennandi og allir brosandi út að eyrum eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar árið áður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“

Sjáðu umræðurnar sem sköpuðust hér á landi í kvöld – „Greindarskerti maður“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram

Nóg að gera í Hafnarfirði – Skiptast á leikmönnum við Val fyrir stórleikinn og selja Harald aftur til Fram
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Erling Haaland áfram meiddur

Erling Haaland áfram meiddur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert

Væntanlegur stjóri Liverpool er harðhaus – Gerði Simeone trylltan en óttaðist ekkert