fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Elmar fastur á æfingasvæðinu: Sérð fjölskylduna þína oft ekki í tvo til þrjá daga í viku

Victor Pálsson
Sunnudaginn 16. desember 2018 11:00

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Theodór Elmar Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu.

Elmar var síðast á mála hjá liði Elazigspor í Tyrklandi en liðið leikur í næst efstu deild þar í landi.

Það eru ýmsar reglur í Tyrklandi sem þekkjast ekki annars staðar og er horft öðrum augum á atvinnumennsku.

Elmar þarf til að mynda að vera á æfingasvæðinu í fimm tíma í hvert skipti en menn mega ekki fara fyrr heim.

,,Þeir líta öðrum augum á atvinnumennsku kannski, þeir treysta ekki mönnum til að passa upp á sjálfan sig nógu vel,“ sagði Elmar.

,,Kannski skiljanlega með slæmar upplifanir fyrr um árin en þú þarft að hanga á æfingasvæðinu, mættur klukkan tíu og mátt ekki fara heim fyrr en klukkan þrjú.“

,,Þú ert ekki að gera neitt, þú liggur bara upp í rúmi, starandi upp í loftið í símanum, það er ekkert að gera þarna.“

,,Svo þarftu að vera mættur tveimur dögum fyrir leik og hanga á æfingasvæðinu og sérð fjölskylduna þína oft ekki í tvo til þrjá daga í viku.“

Það þótti skemmtilegt á yngri árum en Elmar á fjölskyldu í dag og viðurkennir að það taki á að vera svo lengi í burtu.

,,Áður en maður eignaðist fjölskyldu og barn þá var geggjað að fara í tveggja til þriggja vikna æfingaferð.“

,,Núna kemur upp þessi söknuður þar sem maður er tvær til þrjár vikur, tvisvar eða þrisvar á ári í burtu frá fjölskyldunni.“

,,Maður fær vel greitt fyrir þetta starf en ferillinn er stuttur og maður þarf að hugsa vel um þetta.“

,,Á fyrri árum þá eyddi ég tíu tímum í dag frá því ég var átta ára þar til ég fór í atvinnumennsku í fótbolta. Ég fór ekki í partý með vinunum svo maður fórnaði ýmsu á unglingsárunum.“

,,Þetta er oft dans á rósum en andlega þá getur þetta verið erfiðara en eitthvað líkamlegt. Andlega er oft upp og niður í þessu.“

Meira:
Bróðir Elmars tók sitt eigið líf: ,Ég myndi ekki óska þess upp á minn helsta óvin að ganga í gegnum lífið, líðandi svona“
Elmar eyddi um efni fram og lifði á núðlum: ,,Það var oftar en einu sinni að maður átti ekkert til“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Í gær

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?