fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Guðmundur var hissa þegar Rússarnir keyptu Arnór: Nú er hann stórstjarna – ,,Það var stoltur pabbi sem ég ræddi við“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. desember 2018 09:43

Arnór Sigurðsson, 19 ára knattspyrnumaður hefur orðið að stjörnu á nokkrum mánuðuðum. Flestir sem fylgjast vel með knattspyrnu vissu lítið sem ekkert um Arnór í sumar. Arnór var þá að gera það gott með Norrköping í Svíþjóð en fáir fylgdust með framgöngu hans.

Strákurinn af Skaganum hefur orðið að stjörnu á einni nótt, ef þannig má komast að orði. Sagan náði hátindi sínum á miðvikudag þegar Arnór skoraði og lagði upp mark á einu sögufrægasta sviði fótboltans, Santiago Bernabeu í Madríd.

Meira:
Saga Arnórs er eins og besta lygasaga sem þú hefur heyrt: Hér má lesa ótrúlega sögu piltsins frá Akranesi

,,Ævintýrið ætlar engan enda að taka hjá Skagamanninum Arnóri Sigurðssyni en þessi 19 ára sóknarmaður
heldur áfram að slá í gegn á fótboltavellinum. Á nokkrum mánuðum hefur hann spilað sína fyrstu leiki í Meistaradeild Evrópu og ekki nóg með það heldur hefur hann skorað á móti Roma og sjálfum Evrópumeisturum Real Madrid á Santiago Bernabeu, fyrstur Íslendinga,“ skrifar Guðmundur Hilmarsson, einn virtasti íþróttablaðamaður Íslands um Arnór í Morgunblaðinu í dag.

,,Ég verð að viðurkenna að ég var svolítið hissa þegar rússneska stórliðið keypti Arnór frá sænska liðinu Norrköping í sumar fyrir upphæð sem jafngildir um hálfum milljarði króna. Ég þekkti lítið til stráksins og vissi hreinlega ekki hversu góður hann var.“

,,En Rússarnir nældu sér í gullmola og með frammistöðu sinni á síðustu vikum og mánuðum hefur Skagastrákurinn margfaldast í verði og verður eflaust eftirsóttur af sterkari liðum en CSKA Moskva.“

,,Það var stoltur pabbi sem ég ræddi við aðeins nokkrum mínútum eftir leik CSKA og Real Madrid en hann ásamt móður Arnórs og stórfjölskyldu var á vellinum og upplifðu þau þar ógleymanlega stund.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Í gær

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?