433Sport

Gaui Kóngur svarar ekki íslenskum fjölmiðlum: ,,Guðjón átti það til að setja fjölmiðla í bann“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 8. nóvember 2018 10:50

Guðjón Þórðarson var í síðustu viku ráðinn þjálfari NSÍ Runavík í Færeyjum, Guðjón snýr þar aftur á hliðarlínunni eftir sex ára fjarveru.

Guðmundur Hilmarsson á Morgunblaðinu skrifar Bakvörð um Guðjón í dag en þar er farið yfir það að Guðjón virðist ekki vilja ræða við íslenska fjölmiðla.

Flestir töldu að Guðjón væri hættur að þjálfa, hann var ekki að fá boð um störf og var byrjaður að keyra rútu hér á landi.

,,Ég verð að segja eins og er að ég hélt að þjálfaraferli Guðjóns Þórðarsonar væri lokið en Gaui kóngur, eins og hann hefur oft verið nefndur, er mættur aftur í brúna eftir sex ára hlé frá þjálfun,“ skrifar einn reyndasti blaðamaður landsins, Guðmundur Hilmarsson í bakverði sínum.

Guðmundur og félagar hans hafa reynt að ná á Guðjón en það án árangurs, ekkert viðtal hefur birst við Guðjón á Íslandi.

,,Ekki hefur okkur á Mogganum tekist að fá að heyra viðbrögð Guðjóns en reynt hefur verið að ná í hann dögum saman. Guðjón svaraði þó einum vinnufélaga mínum og sagðist ekki hafa „neinn sérstakan áhuga“ á að tjá sig um nýja starfið. Ég hef heldur ekki orðið var við nein viðtöl við Guðjón í öðrum fjölmiðlum landsins.“

Guðjón hefur stundum sett íslenska fjölmiðla í bann, er það í gangi núna?

,,Guðjón átti það til þegar hann var í eldlínunni sem þjálfari hér á landi að setja ákveðna fjölmiðla í bann en hvort það sé upp á teningnum núna er mér ekki kunnugt um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“

Plús og mínus úr landsleiknum – ,,Á það að kallast ásættanlegt?“
433Sport
Í gær

Einkunnir Íslands gegn Belgíu – Kári bestur

Einkunnir Íslands gegn Belgíu – Kári bestur
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu – Arnór byrjar

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu – Arnór byrjar
433Sport
Í gær

,,Hann gæti unnið skallaeinvígi við Frelsisstyttuna“ – Sjáðu ótrúlegan stökkkraft Van Dijk

,,Hann gæti unnið skallaeinvígi við Frelsisstyttuna“ – Sjáðu ótrúlegan stökkkraft Van Dijk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals

Uppalinn hjá Sporting en samdi við ÍBV – Lék fyrir yngri landslið Portúgals
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í sigri Íslands gegn Tyrklandi

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði í sigri Íslands gegn Tyrklandi