433Sport

Stríðsástand í Argentínu fyrir stórleiki: Erkifjendur mætast og byrjað að kveikja í húsum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. nóvember 2018 12:48

Það er allt að verða vitlaust í Argentínu fyrir úrslit Libertadores þar sem Boca Juniors og River Plate mætast.

Um er að ræða einn svakalegasta slag í fótboltanum, rígurinn er ekkert eðlilegur.

Arturo V átti í deildum við meðleigjanda sinn og mág, hann heldur með Boca en Oscar, meðleigjandi hans heldur með River Plate.

Þeir félagar voru að rífast um komandi leiki þegar Oscar sagðist ætla að pakka saman og flytja út.

Oscar breytti hins vegar um ákvörðun, hann ákvað frekar að kveikja í húsinu sem þeir bjuggu í.

Arturo segir að Oscar hafi gert þetta en Oscar hefur látið sig hverfa eftir atvikið. Húsið má sjá hér að neðan.

Boca og River Plate mætast heima og að heiman en af ótta við læti þá verða stuðningsmönnum bannað að mæta á útivöllinn.

Húsið er hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi
433Sport
Í gær

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini
433Sport
Í gær

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’