fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
433Sport

Sérfræðingar velja bestu framherja í sögu úrvalsdeildarinnar – ,,Hann lét Rio Ferdinand líta út eins og Mini“

Victor Pálsson
Mánudaginn 5. nóvember 2018 21:00

Sergio Aguero, leikmaður Manchester City, komst í sérstakan klúbb um helgina en hann komst á blað í 6-1 sigri liðsins á Southampton.

Aguero hefur lengi verið einn allra besti leikmaður Englands og skoraði sitt 150. mark í deildinni um helgina.

Aguero er orðinn áttundi markahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar en metið stendur í 260.

Það var Alan Shearer, fyrrum framherji Newcastle, sem skoraði 260 mörk í úrvalsdeildinni á farsælum ferli.

Það er því við hæfi að rifja upp bestu leikmenn í sögu úrvalsdeildarinnar og tóku blaðamenn the Mirror sig saman og ræddu málin.

Hér má sjá hvað þeir höfðu að segja.

Tom Hopkinson – Didier Drogba

Drogba fékk mig til að standa upp er hann var upp á sitt besta hjá Chelsea, á þann hátt sem aðrir leikmenn náðu ekki að gera. Það sama má segja um Thierry Henry og Wayne Rooney.

John Cross – Thierry Henry og Didier Drogba

Ég get ekki valið á milli þeirra. Henry var óstöðvandi upp á sitt besta, hann kom Arsenal á annað stig og var ótrúlegur.

Drogba var bara besti framherjinn í sínum flokki. Hann leiddi línuna og skoraði mörg mikilvæg mörk.

Neil Moxley – Alan Shearer

Hann skoraði alls konar mörk. Hann gat skorað með báðum fótum alls staðar á vellinum. Hann var hugrakkur og er markahæstur í sögu deildarinnar.

Aaron Flanagan – Sergio Aguero

Það er glæpsamlegt hversu vanmetinn Sergio Aguero hefur verið á Englandi. Kannski þarf hann að fara annað svo fólk sjái áhrifin sem hann hefur haft.

Kannski hefur það slæm áhrif að þú sérð ekkert um hans persónulega líf í blöðunum, hann er aldrei í fjölmiðlum fyrir eitthvað sem gerist utan vallar.

Neil McLeman – Thierry Henry

Frakkinn skoraði ekki eins mörg mörk og Shearer eða þrír aðrir enskir framherjar en hann var sá besti.

Hann er markahæsti erlendi leikmaðurinn og er með jafn gott markahlutfall og Aguero – aðeins Harry Kane hefur skorað meira miðað við spilatíma.

Adrian Kajumba – Alan Shearer

Maðurinn sem er á toppnum er sá besti, Alan Shearer. Hann skoraði 150 mörk í 212 leikjum.

Jon Livesey – Duncan Ferguson

Ef við erum að tala um gæði og framherja sem léta finna fyrir sér þá var hann á meðal þeirra bestu.

Duncan Ferguson var með allt. Hann var sterkur, snöggur og óstöðvandi í loftinu. Spyrjið bara Rio Ferdinand, Rolls Royce Englands sem Ferguson lét líta út eins og Mini þegar hann skoraði sigurmarkið á Goodison Park árið 2005.

Darren Lewis – Alan Shearer

Hann var kannski ekki eins fallegur á vellinum og leikmenn eins og Henry eða Aguero og missti bikurunum sem hann hefði átt að vinna ef hann hefði valið að fara á Old Trafford árið 1996 frekar en til Newcastle.

David Anderson – Alan Shearer

Ég efast ekki um það að Alan Shearer sé besti framherji í sögu úrvalsdeildarinnar. Ímyndið ykkur hversu mörg mörk hann hefði skorað fyrir Manchester United eða Arsenal á þessum tíma þó hann hafi hafnað United tvisvar.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“
433Sport
Í gær

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti
433Sport
Í gær

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“