fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
433Sport

Ótrúleg saga úr herbúðum Manchester United – ,,Hann meðvitandi hundsar mig af engri ástæðu“

Victor Pálsson
Mánudaginn 5. nóvember 2018 20:00

Samband leikmann í knattspyrnuheiminum er ekki alltaf gott og eru leikmenn sem einfaldlega ná ekki vel saman.

Það má nefna þá Andy Cole og Teddy Sheringham sem spiluðu saman hjá Manchester United og enska landsliðinu.

Cole hefur nú sagt ótrúlega sögu af því þegar hann lék sinn fyrsta enska landsleik og leysti Sheringham af hólmi.

Cole var þá nýbúinn að skrifa undir hjá United en Sheringham lék með Tottenham. Þeir spiluðu svo seinna saman á Old Trafford.

Samband þeirra var þó alls ekki gott eftir framkomu Sheringham er Cole kom inná í sínum fyrsta landsleik.

,,Ég var að koma inná fyrir framan 60 þúsund manns og Sheringham fór útaf á móti,“ sagði Cole.

,,Ég bjóst við stuttu handabandi og ‘Gangi þér vel, Coley’, eða eitthvað. Ég var tilbúinn að taka í hendina á honum.“

,,Hann hundsar mig, hann meðvitandi hundsar mig af engri ástæðu og ég vissi af þessu síðan.“

,,Hann labbaði bara útaf. Ég þekkti hann ekki svo honum getur ekki verið illa við mig. Við vorum samherjar í enska landsliðinu og hann vildi ekki taka eftir mér.“

,,Ég hugsaði bara um leið ‘Jesús Kristur! Hvað voru margir sem tóku eftir því sem Teddy Sheringham gerði?’

,,Ég skammaðist mín og var mjög ringlaður. Eftir þetta þá vissi ég að Sheringham væri ekki maður að mínu skapi.“

,,Tveimur árum seinna, sumarið 1997 eftir að Eric Cantona yfirgaf United þá kom hann til okkar. Við spiluðum saman í mörg ár og skoruðum mikið af mörkum. Ég sagði aldrei eitt orð við hann.“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“

Sveppi gerði sér ekki grein að svona væri litið á Eið Smára: ,,Mér finnst hann bara vera rasshaus“
433Sport
Í gær

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll

Hólmar nálægt því að spila í einni bestu deild heims: Eftir að það gekk ekki upp var ég pínu fúll
433Sport
Í gær

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti

Sjáðu markið: Gylfi lagaði stöðuna með laglegu skoti
433Sport
Í gær

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum

Liverpool fékk þrjú mörk á sig en tókst að vinna – Gylfi á skotskónum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður

Pissaði næstum í sig á bekknum hjá Arsenal: Ég var svo stressaður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“

Hólmar var spenntur en svo áttaði hann sig á hlutunum: ‘Heyrðu shit, ég er bara kominn hingað til að vera“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum

Draumaliðið frá ferli Mourinho: Sex koma frá Chelsea tímanum
433Sport
Fyrir 2 dögum

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“

104 ára glerharður stuðningsmaður Liverpool fékk bréf frá Klopp: ,,Ég er í skýjunum“