fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
433Sport

Tryggvi fer ekki fögrum orðum um tíma sinn í Árbænum: ,,Sakaðir um að vera leiðinlegir og að vera með einelti“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 30. nóvember 2018 10:03

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Ggestur þáttarins í þessari viku er Tryggvi Guðmundsson, fimmfaldur Íslandsmeistari og markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi. Tryggvi átti magnaðan feril, hann var óþolandi leikmaður að mæta. Skoraði mikið og vann titla.

Hann vann fullt af titlum með ÍBV og FH en fyrir tímabilið 2013 fékk Fylkir hann til félagsins.

Ásmundur Arnarsson var þjálfari Fylkis en samstarfs hans og Tryggva var fljótt að renna út i sandinn, þeir áttu ekki skap saman.

,,Fylkir hefur samband og ég ákvað að kíkja aðeins á, það er bara fyndið ævintýri,“ segir Tryggvi í þættinum.

,,Ég held að ég verði að fá að vera frekar hreinskilinn með það allt saman, þeir fá mig og Sverri Garðarsson sem var með mér í FH. Þeir fengu mig í klúbbinn sem sigurvegara, fengu okkur því við vissum hvað þyrfti til að vinna titla.“

Forsendurnar voru fljótar að breytast að mati Tryggvi og voru hann og Sverrir sakaðir um ljóta hluti að sögna Tryggva.

,,Við mætum, látum í okkur heyra og látum finna fyrir okkur. Við vorum sakaðir um að vera leiðinlegir og að vera með hálfgert einelti gagnvart mönnum, þetta var kjánalegt í alla staði.“

,,Ég spilaði níu leiki í deildinni þetta sumar, ég skoraði tvö og lagði upp þrjú, í liði sem að tapaði öllum leikjum. Vorum neðstir, sem betur fer voru þeir með Viðar Kjartansson, hann bjargaði þessu í restina. Þetta endaði með slútti á miðju tímabili,“ sagði Tryggvi sem fór í HK á miðju sumri.

,,Þegar þú ert að fá til þín sigurvegara, ákveðna týpu. Þá verður að taka þeim eins og þeir eru. Þú getur ekki fengið menn inn sem hafa unnið titla og á þeim forsendum, og fara svo að stjórna þeim, hvernig þeir eiga að haga sér. Það gengur ekki, það gekk ekki. Maður fékk skellinn fyrir lélegu gengi Fylkis á þessum tíma, þetta var tími til að segja bless.“

Þáttinn má heyra hér að neðan en hann er einnig í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Íslenski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Alfreðs er ótrúlegur: Fáir hefðu haldið áfram keppni

Liðsfélagi Alfreðs er ótrúlegur: Fáir hefðu haldið áfram keppni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft
433Sport
Fyrir 3 dögum

Bjarni Benediktsson reimar á sig takkaskóna – Styrktarleikur fyrir Tómas Inga

Bjarni Benediktsson reimar á sig takkaskóna – Styrktarleikur fyrir Tómas Inga
433Sport
Fyrir 3 dögum

ÍA selur tvo leikmenn til Norrköping – Pabbar þeir voru báðir atvinnumenn

ÍA selur tvo leikmenn til Norrköping – Pabbar þeir voru báðir atvinnumenn