fbpx
Laugardagur 15.desember 2018
433Sport

Heimir telur sig eiga inni milljónir hjá KSÍ: Guðni segir málið unnið í sátt – ,,Við erum góðir félagar og vinir“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 26. nóvember 2018 08:36

Guðni Bergsson, formaður KSÍ segir að ekki nein leiðindi séu á milli sambandsins og Heimis Hallgrímssonar, fyrrum þjálfara karlalandsliðsins.

Vísir.is sagði frá því á dögunum að deilur væru á milli KSÍ og Heimis er varðar bónusgreiðslur sem hann telur sig eiga inni.

Vísir sagði að málið snérist um milljónir króna en ágreiningurinn snýst um hvernig KSÍ og Heimir túlka samninginn sem hann hafði. Heimir lét af störfum eftir HM í Rússlandi. Lögfræðingur Heimis vinnur í málinu.

,,Það eru ekki nein illindi, alls ekki. Við erum góðir félagar og vinir, við Heimir,“ sagði Guðni í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar.

Oftar en ekki eru svona samningar gerðir upp eftir að móti lýkur en Heimir er enn án starfs, eftir að hafa hætt með landsliðið.

,,Það er oft verið að gera svona mál upp eftir á, það er verið að fara yfir það og klára það. Við erum að fara yfir samninginn og hvernig hann lítur út.“

,,Við erum að gera það í sátt“

Viðtalið við Guðna má heyra í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Snarlúkkar þessi kerra!
433Sport
Í gær

Stjörnur Liverpool í erfiðleikum gegn United – Tölfræðin athyglisverð

Stjörnur Liverpool í erfiðleikum gegn United – Tölfræðin athyglisverð
433Sport
Í gær

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?

Lineker vill breyta leikreglunum: Hver er tilgangurinn með þessu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir kynþáttarfordómum aðeins 12 ára gamall: Hvað gat ég gert?

Varð fyrir kynþáttarfordómum aðeins 12 ára gamall: Hvað gat ég gert?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda Arnórs var mætt á sögufrægar slóðir þegar Íslendingurinn varð heimsfrægur

Fjölskylda Arnórs var mætt á sögufrægar slóðir þegar Íslendingurinn varð heimsfrægur
433Sport
Fyrir 3 dögum

15 lið eru komin áfram í Meistaradeildinni: Hvaða lið tekur síðasta sætið? – Allt undir á morgun

15 lið eru komin áfram í Meistaradeildinni: Hvaða lið tekur síðasta sætið? – Allt undir á morgun
433Sport
Fyrir 3 dögum

Salah kom Liverpool í 16-liða úrslit – Tottenham gat treyst á Inter og fer áfram

Salah kom Liverpool í 16-liða úrslit – Tottenham gat treyst á Inter og fer áfram