fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Guðni keyrði Heimi ekki upp að vegg: Maður vissi fyrir mót að það gæti brugðið til beggja vona

Victor Pálsson
Sunnudaginn 25. nóvember 2018 15:00

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ristjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Næsti gestur þáttarins er Guðni Bergsson formaður KSÍ sem mun í febrúar reyna að endurnýja umboð sitt í starfi.

Það voru margir Íslendingar sárir fyrr á árinu þegar Heimir Hallgrímsson ákvað að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari.

Heimir náði frábærum árangri með landsliðið en ákvað að kalla þetta gott eftir HM í Rússlandi.

Til að byrja með gengu samningaviðræður Heimis og Guðna ansi vel en svo varð ekkert úr þeim á endanum.

,,Maður vissi fyrir mót að það gæti brugðið til beggja vona en við vildum halda í Heimi og við ræddum þetta hreinskilnislega, ég og Heimir,“ sagði Guðni.

,,Við vorum búnir að stilla upp nokkurn veginn samkomulagi ef af yrði en ég gaf Heimi smá andrými í viku eða tíu daga eftir mótið.“

,,Fyrst þegar ég talaði við hann var ágætis hljóð í honum en hann var að velta því fyrir sér hvort nú væri ekki lag fyrir hann að halda áfram.“

,,Hann velti fyrir sér með Þjóðadeildina hið minnsta og jafnvel einhverja áframhaldandi þjálfun. Ég tók því fagnandi og við vorum að myndast við það að klára það mál en síðan má segja að hann hafi farið betur yfir málin og á endanum fannst honum að eftir sjö ára starf að nú væri lag á að róa á önnur mið.“

,,Ég held að hann hafi saknað þess að vera ekki meira á grasinu, þjálfa sem reglulegur þjálfari ekki bara sem landsliðsþjálfari. Ég held að það hafi spilað inn í og hann taldi að þetta væri réttur tími fyrir sig og maður verður að virða það.“

,,Ég keyrði hann ekkert upp að vegg í þessu því maður verður að finna fyrir því sjálfur hvenær tíminn er kominn. Ég ber virðingu fyrir því bæði sem leikmaður og formaður að þú verður að vera 100 prósent í þessu og vilja þetta.“

,,Maður verður að bera virðingu fyrir því sem Heimir hefur afrekað með okkur og að hann hafi fengið að taka þessa ákvörðun á sínum forsendum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester

Ótrúleg dramatík og sjö mörk er Wolves vann Leicester
433Sport
Í gær

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur

Hélt að hann myndi fá tækifæri hjá Emery en var svo seldur
433Sport
Í gær

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira

Upphitun fyrir stórleik Arsenal og Chelsea: Sjáðu líkleg byrjunarlið, stuðla og fleira
433Sport
Í gær

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“

Brjálaðist eftir að hafa fengið sendingu frá Hólmari: ,,Er ekki allt í lagi!?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér

Eiginkona Birkis fékk furðulega gjöf frá honum: Biður þá sem halda að hann sé hógvær að ranka við sér
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“

Sér ekki lausn á málum Kolbeins: ,,Vill bara losna við Kolbein, því launapakki hans er svo stór“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik

Scholes með samsæriskenningar um Mourinho: Augnablikið sem hann sá að allt var í steik
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?

Enskir fjölmiðlar hafa „áhyggjur“ af nýja bílnum hans Pogba – Hvar á barnið að vera?