fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
433Sport

Kristbjörg brosti og Aron Einar fór að hágráta: ,,Endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 24. nóvember 2018 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, einn merkasti íþróttamaður í sögu Íslands var að gefa út ævisögu sína, Sagan mín. Vísir.is skrifar upp úr bókinni á vef sínum.

Þar fer Aron Einar yfir það þegar hann meiddist í vor þegar stutt var í Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Fyrst um sinn var óttast að fyrirliði liðsins yrði ekki leikfær á mótinu og þessi öflugi víkingur, óttaðist það versta.

Aron meiddist á bæði hné ög ökkla en liðband í hné skaddaðist, hann fór í myndatöku og átti svo að ræða við lækna. Þegar hann hafi klætt sig og labbaði til þeirra, sá hann eiginkonu sína og læknana. Kristbjörg Jónasdóttir, brosti og það gaf Aroni von.

„Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá – og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni sem Vísir.is skrifar upp úr.

„Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“

Það fór svo að Aron lék á HM og stóð eins og alltaf fyrir sínu. Bók Arons er kominn í allar helstu verslanir.

Aron verður á landinu á morgun og mun árita. Aron á leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og flýgur svo til Íslands í fyrramálið. Aron verður í Pennanum í Kringlunni kl. 14 og í Hagkaup í Smáralind kl. 16.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sá dýrasti sat heima hjá sér og grét í tvo daga

Sá dýrasti sat heima hjá sér og grét í tvo daga
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool klöppuðu fyrir Bayern: ,,Græðgin á sér engin takmörk“

Stuðningsmenn Liverpool klöppuðu fyrir Bayern: ,,Græðgin á sér engin takmörk“
433Sport
Í gær

Eigandi City á tvær eiginkonur: Samanburður á honum og Salman sem hefur áhuga á United

Eigandi City á tvær eiginkonur: Samanburður á honum og Salman sem hefur áhuga á United
433Sport
Í gær

Moldríki Rússinn sem elskar að reka menn: Hefur kostað hann fleiri milljarða

Moldríki Rússinn sem elskar að reka menn: Hefur kostað hann fleiri milljarða
433Sport
Í gær

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“

Hvítur miðaldra fréttamaður: ,,Hann er stór, svartur og hugrakkur“
433Sport
Í gær

Glæpagengi réðst á framherja Stoke: Hann keyrði í burt fullur og var tekinn

Glæpagengi réðst á framherja Stoke: Hann keyrði í burt fullur og var tekinn