fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
433Sport

Gylfi orðinn þreyttur á að ræða það sama: ,,Ég vildi að ég væri að gera eitthvað allt annað“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. nóvember 2018 08:00

Gylfi Þór Sigurðsson er besti knattspyrnumaður Íslands í dag, það geta flestir verið sammála um.

Gylfi er sá maður sem fjölmiðlar vilja ræða við hvað mest eftir leiki íslenska karlalandsliðsins og þarf oft að sitja fyrir svörum.

Okkar maður viðurkennir það þó að honum leiðist þau viðtöl og það að svara sömu spurningunum trekk í trekk.

Gylfi var í einkaviðtali við 433.is á dögunum og hafði þetta að segja.

„Ef ég á að segja alveg eins og er, þá finnst mér leiðinlegt í viðtölum. Skemmtilegast er að fara í viðtöl þegar ekki er verið að tala um fótbolta, heldur eitthvað allt annað,“ sagði Gylfi.

,,Þá þessi hefðbundnu viðtöl; hvernig mér hafi fundist leikurinn vera og hvernig stemmingin sé í hópnum. Ég vildi að ég væri að gera eitthvað allt annað.“

,,Ég þarf að mæta í flest viðtöl og reyna að gefa eitthvað af mér. Þegar maður er alltaf í þessum viðtölum þá verða svörin bara æfð. Maður fer bara í frasa sem maður man eftir.“

,,Ég veit ekki hvað ég hef fengið sömu spurninguna oft og þá er ég með svar á takteinum. Mér finnst skemmtilegt að fara í viðtöl sem eru bara um allt annað en fótbolta.“

,,Maður nennir ekki veseni og passar sig að segja ekki eitthvað sem gæti vakið hörð viðbrögð, sem einhverjir hafa eitthvað á móti. Mér var kennt í Reading að tala og viðtalstækni, að passa sig á hinu og þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Alfreðs er ótrúlegur: Fáir hefðu haldið áfram keppni

Liðsfélagi Alfreðs er ótrúlegur: Fáir hefðu haldið áfram keppni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft
433Sport
Fyrir 3 dögum

Bjarni Benediktsson reimar á sig takkaskóna – Styrktarleikur fyrir Tómas Inga

Bjarni Benediktsson reimar á sig takkaskóna – Styrktarleikur fyrir Tómas Inga
433Sport
Fyrir 3 dögum

ÍA selur tvo leikmenn til Norrköping – Pabbar þeir voru báðir atvinnumenn

ÍA selur tvo leikmenn til Norrköping – Pabbar þeir voru báðir atvinnumenn