fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Þetta hefur Gylfi að segja um liðsfélaga sína í landsliðinu: ,,Hann getur verið mjög erfiður þegar það er þungt yfir honum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Við fengum Gylfa til að ræða um fimm liðsfélaga sína úr landsliðinu og þetta hafði hann að segja.

Fimm samherjar úr landsliðinu:


Rúrik Gíslason:
Hann hefur gaman af Instagram, hann er alltaf í góðu skapi, gaman að vera í kringum hann. Hann hefur sjálfur verið að segja að hann er allt öðruvísi týpa en fólk myndi halda, frábær vinur og gaman að vera á sama stað og hann.

Jóhann Berg Guðmundsson:
Hann getur verið mjög erfiður þegar það er þungt yfir honum, toppmaður og býr rétt hjá mér í dag. Hann er einn af mínum betri vinum í landsliðinu, það þarf stundum að rífa hann í gang. Það er smá haugur í Jóa.

Aron Einar Gunnarsson:
Okkar fyrirliði, hann er bara fullkominn fyrir það að vera fyrirliði og sú týpa sem dregur liðin áfram. Toppmaður sem þú getur alltaf treyst, þú getur alltaf farið til hans í vandræðum. Er leiðtogi Íslands og Cardiff.

Alfreð Finnbogason:
Okkar besti maður í að klára færi, hann skorar 99,999 prósent af sínum mörkum í teignum. Alltaf réttur maður á réttum stað, hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Ef hann er heill, þá skorar hann alltaf mörk. Hann er ekkert fljótasti maður í heimi eða sá sterkasti.

Emil Hallfreðsson
Gæðablóð, þú finnur ekki meiri toppmann. Ótrúlega hlý manneskja, jákvæðni í kringum hann og það er gaman að vera í kringum þannig fólk. Hefur verið atvinnumaður og er algjör Ítali. Maður sér það á honum, ég veit ekki hvað er hægt að segja slæmt um hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt

KSÍ segir samtalið um Laugardalsvöll jákvætt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar

Leggur til að United ráði Roy Keane til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Beitir Ólafsson úr KR í HK

Beitir Ólafsson úr KR í HK
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá

Toddi fundaði með Infantino í París – Þessi mál voru á dagskrá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri

Eiginkonan umdeilda tjáði sig í gærkvöldi – Hefur áður kallað eftir brottrekstri
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar

Svona er tölfræðin hjá Slot sem er sagður taka við Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði

Búist við að fjöldinn allur komi saman úr skápnum í næsta mánuði