fbpx
Mánudagur 10.desember 2018
433Sport

Byrjunarliði Manchester United lekið á netið – Getur þetta lið unnið City?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. nóvember 2018 14:33

Það fer fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag er lið Manchester City fær Manchester United í heimsókn.

Það hefur verið mikill munur á gengi liðanna á tímabilinu en City er taplaust fyrir viðureign dagsins.

United var þó með svör á síðustu leiktíð er liðið vann granna sína 3-2 í sömu viðureign.

Enskir miðlar eru búnir að birta byrjunarlið United en útlit er fyrir það að því hafi verið lekið á netið.

Venjan er að byrjunarliðin séu birt klukkutíma fyrir leik en lið United birtist töluvert fyrr.

Það verður að koma í ljós hvort þetta reynist rétt en miðað við fregnirnar byrja hvorki Paul Pogba né Romelu Lukaku fyrir gestina.

Byrjunarliðið: De Gea, Young, Smalling, Lindelof, Shaw, Matic, Herrera, Fellaini, Lingard, Martial, Sanchez.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Heróín var hóstasaft
433Sport
Fyrir 2 dögum

Heimir búinn að finna sér lið?

Heimir búinn að finna sér lið?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur vann með fyrrum hetju United: ,,Hann var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari“

Þorvaldur vann með fyrrum hetju United: ,,Hann var ekki slæmur maður en ekkert rosalega góður þjálfari“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Everton staðfestir komu Grétars

Everton staðfestir komu Grétars
433Sport
Fyrir 2 dögum

Besta íslenska landslið allra tíma: Hörður Magnússon velur sitt lið – ,,Ásgeir að mínu mati sá besti sem við höfum átt“

Besta íslenska landslið allra tíma: Hörður Magnússon velur sitt lið – ,,Ásgeir að mínu mati sá besti sem við höfum átt“