fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
433Sport

Franskir fjölmiðlar leita svara við spurningunni: Af hverju fær Kolbeinn ekki að spila?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskir fjölmiðlar eru margir farnir að velta því fyrir sér af hverju franska liðið, Nantes reynir ekki að nota Kolbein Sigþórsson. Kolbeinn er í eigu félagsins og á tæp tvö ár eftir af samningi sínum.

Framherjinn hefur verið að koma til baka eftir löng meiðsli en á meðan þeim stóð virist forsteti félagsins, Waldemar Kita hafa farið í fýlu.

Kita er sagður bera ábyrgð á því að Kolbeinn fái ekki tækifæri aftur, Kolbeinn hefur sjálfur talað ítarlega um málið.

Sjáðu hér ítarlegt viðtal við Kolbein um stöðu hans hjá Nantes.

Franskir fjölmiðlar reyna að finna ástæðu þess af hverju Nantes sem er í vondri stöðu í frönsku úrvalsdeildinni getur ekki notað Kolbein. Hann er nefnilega í íslenska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi á fimmtudag.

Franskir fjölmiðla reyndu að fá svör frá Andra Sigþórssyni, umboðsmanni og bróðir Kolbeins. ,,Ég segi ekkert, spyrjið Kita af því, af hverju Kolbeinn spilar ekki,“ segir Andri í samtali við L’Équipe.

Kita hefur hingað til ekki viljað gefa neinar alvöru útskýringar aðrar en að Kolbeinn sé í raun slæmur liðsfélagi. Eitthvað sem leikmenn Nantes kannast ekki við.

Kolbeinn er að hefja sitt fjórða tímabil í Nantes en hann var lykilmaður á sínu fyrsta tímabili áður en meiðslin fóru að herja á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja

Ást á ensku tuðrusparki: Þetta eru liðin sem íslenskir íþróttafréttamenn styðja
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti

Þjálfar hjá félagi í úrvalsdeildinni og var settur í bann: Ásakaður um einelti
433Sport
Fyrir 3 dögum

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart

Knattspyrnumennirnir sem fólk hugsar um í rúminu: Fyrsta sætið kemur ekki á óvart