fbpx
433Sport

Goðsögn velur Gylfa þann besta um helgina – ,,Var í vandræðum með að höndla verðmiðann í fyrra“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. október 2018 08:51

Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports valdi Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Gylfi skoraði geggjað sigurmark gegn Leicester um helgina, þessi magnaði leikmaður er að nálgast sitt besta form.

,,Íslenski miðjumaðurinn hefur magnaða hæfileika en hann er leikmaður sem þarf sjálfstraust, hann kom sér ekki nógu vel fyrir í liði Everton á síðustu leiktíð eftir að félagið keypti hann á metfé, fyrir 45 milljónir punda,“ sagði Redknapp.

,,Hann var í vandræðum með að höndla verðmiðann, hlutverk hans var líka óskýrt og miklar breytingar á þjálfurum. Núna virðist hann njóta sín í botn undir stjórn Marco Silva.“

,,Sigurðsson er svo frábær spyrnumaður, langskot hans eru eins góð og þau verða í deildinni. Sigurmark hans gegn Leicester var 50 mark hans í úrvalsdeildinni, 19 hafa komið fyrir utan teig.“

,,Þegar Gylfi er í stuði, þá er hann magnaður leikmaður.“

Lið vikunnar frá Redknapp er hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 dögum

Eiður Smári sest á skólabekk

Eiður Smári sest á skólabekk
433Sport
Fyrir 3 dögum

Var boðið að fá rokkstjörnu meðferð en hafnaði því og vildi bara vera eins og hinir

Var boðið að fá rokkstjörnu meðferð en hafnaði því og vildi bara vera eins og hinir
433Sport
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið

Varð fyrir kynþáttaníði, keyrði fullur og pissaði í lögreglubílnum – Allt sama kvöldið
433Sport
Fyrir 5 dögum

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“

Segir að landsliðsmenn séu farnir að vera hræddir – ,,Menn eru komnir undir skel og farnir að tala um að þetta sé gott“
433Sport
Fyrir 6 dögum

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki

13 leikja martröð landsliðsins þar sem vörnin lekur og sóknarleikurinn virkar ekki
433Sport
Fyrir 6 dögum

Hamren er með nálgun sem við Íslendingar þekkjum lítið

Hamren er með nálgun sem við Íslendingar þekkjum lítið