fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
433Sport

Vill að Davíð Oddsson boði til starfsmannafundar á Morgunblaðinu – ,,Hvað fannst ykkur fyndnast í M-gjöfinni?“

433
Fimmtudaginn 4. október 2018 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, sem stýrir hlaðvarpsþættinum Dr. Football fór yfir M-gjöfina í Morgunblaðinu í þætti dagsins ásamt sérfræðingum þínum.

Þar benda þeir á lið ársins í Pepsi deild karla í Morgunblaðinu sem valið er eftir M-gjöf blaðsins. Þar fá menn M fyrir góða frammistöðu í hverjum leik og tvö eða þrjú ef frammistaðan er stórkostleg.

,,Það er mikið búið að hlæja af M-gjöf Morgunblaðsins, ég hef alltaf kunnað að meta hana frá því að ég var lítill. Maður fylgist svo vel með núna að það var alls konar fyndið dót í M-gjöfinni núna, við skulum kannski ekki hjóla of harkalega í mína menn á Morgunblaðinu, en hvað fannst ykkur fyndnast í M-gjöfinni?;“ spurði Hjörvar

Hann bætti svo við síðar í umræðunni. ,,Kristinn Freyr er besti leikmaður Vals en ekki Eiður Aron eða Patrick Pedersen, af topp fimm leikmönnum Breiðabliks í ár er enginn staður fyrir Gunnleif Gunnleifsson.“

Smelltu hér til að hlusta á þátt dagsins hjá Hjörvari

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins þekkir M-gjöfina frá sínum tíma sem leikmaður í efstu deild.

,,Þetta er barn síns tíma, því miður. Við skulum ekki taka of mikið mark á þessu en Mogginn sinnir þessu vel, eru með menn á öllum leikjum. Þetta lið ársins er bara grín, það eru Keflvíkingar þarna sem fá fleiri M en Gunnleifur Gunnleifsson.“

Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins telur að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins þurfi að boða til fundar.

,,Þetta er fáránlegt lið, er ekki verið að verðlauna menn fyrir góðan eða slæman leik. Þarf ekki Dabbi Odds að halda starfsmannafund, fara yfir málin. Þetta er mesta djók sem ég hef séð. Lið ársins, tveir KR-ingar þarna. Kristinn Jónsson og Óskar Örn. Hilmar Árni ekki í liðinu með sín 16 mörk en Óskar Örn með þrjú. Ég spái því að það verði ekki M á næsta ári.“

Víðir Sigurðsson, yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins birti M-gjöfina á Twitter. ,,Uppgjör á M-gjöf @mblsport í Mogganum í dag. Besti leikmaður @Pepsideildin karla, úrvalslið deildarinnar, lið erlendra, ungra og gamalla leikmanna. Hverjir voru fimm bestu í hverju liði deildarinnar?,“ skrifaði Víðir en þetta má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Yrði glaður ef eiginkonan færi frá sér: Hún er brjáluð og lætur fréttamenn heyra það

Yrði glaður ef eiginkonan færi frá sér: Hún er brjáluð og lætur fréttamenn heyra það
433Sport
Í gær

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“

Arnar var hræddur og þorði ekki að fara: ,,Hættu þessu væli og drullaðu þér út!“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki

Mynd: Rooney áfram með hringinn sinn en eiginkonan ekki
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“

Auðunn Blöndal svarar fyrir samsæriskenningar: ,,Þessi djókur fer að verða þreyttur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Edda Sif er hugsi yfir því af hverju íslenskir karlmenn þora ekki að tala um þetta

Edda Sif er hugsi yfir því af hverju íslenskir karlmenn þora ekki að tala um þetta
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti að hætta vegna alvarlegra meiðsla: Vill banna börnum að nota höfuðið

Þurfti að hætta vegna alvarlegra meiðsla: Vill banna börnum að nota höfuðið
433Sport
Fyrir 3 dögum

Stjóri Arons á leið til Argentínu í jarðaför Sala

Stjóri Arons á leið til Argentínu í jarðaför Sala
433Sport
Fyrir 3 dögum

Kostuleg saga af Óla Stef: Hélt að Árni væri frá Skotlandi – ,,Af hverju talar þú alltaf við mig á ensku?“

Kostuleg saga af Óla Stef: Hélt að Árni væri frá Skotlandi – ,,Af hverju talar þú alltaf við mig á ensku?“