fbpx
433Sport

Starfsfólk KSÍ hefur kvartað undan álagi – ,,Stjórn og framkvæmdastjóri taka málið alvarlega“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. október 2018 10:01

Ljósmynd: DV/Hanna

Starfsfólk KSÍ hefur lýst áhyggjum sínum af hversu mikið vinnuálag er hjá sambandinu.

Knattspyrnusamband Íslands er með fáa starfsmenn miðað við umfangs þess sem fer í allt mótahald og umfang landsliða.

Þannig fór Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar með mikla orku starfsmanna, sambandið var með fáa starsfmenn sem gengu í öll verk. Hjá stærri knattspyrnusamböndum eru miklu fleiri starfsmenn.

,,Stjórn hefur mótttekið bréf frá starfsfólki sambandsins, dags. 31. ágúst 2018, þar sem lýst er yfir
áhyggjum af vinnuálagi,“
segir í fundargerð knattspyrnusambandsins.

Stjórn KSÍ lítur alvarlegum augum á þetta ástand og mun bregðast við því.

,,Stjórn og framkvæmdastjóri taka málið alvarlega og munu bregðast við, m.a. í samráði við heilsufyrirtækið Auðnast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 3 dögum

Arnór Borg gerir vel í atvinnumennsku – ,,Kostir og gallar við Guðjohnsen nafnið“

Arnór Borg gerir vel í atvinnumennsku – ,,Kostir og gallar við Guðjohnsen nafnið“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins

Sjáðu með hvaða ofurstjörnu Hörður Björgvin fagnaði sigri gærdagsins
433Sport
Fyrir 6 dögum

Tóku víkingaklappið því þeim leiddist svo mikið í stúkunni

Tóku víkingaklappið því þeim leiddist svo mikið í stúkunni
433Sport
Fyrir 6 dögum

Crouch lánaði Lady Gaga jakkafötin

Crouch lánaði Lady Gaga jakkafötin