fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Ótrúleg saga Arons Einar: Gat ekki hlaupið fyrir HM og gat varla hlaupið að móti loknu

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. október 2018 13:30

Aron Einar Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugafólk um íþróttir fagnaði vel um síðustu helgi þegar fyrirliði karlalandsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, snéri aftur á knattspyrnuvöllinn. Endurkoma sem margir höfðu beðið eftir og þessi þjóðhetja frá Akureyri hafði ekki spilað fótbolta í 116 daga þegar hann byrjaði í sigri Cardiff á Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Aron hafði ekkert spilað síðan Ísland féll úr leik á HM í Rússlandi gegn Króatíu. Síðan þá hefur gangan verið löng, erfið á köflum en meiðslin má rekja til þess að Aron Einar tók sénsa með líkama sinn fyrir íslenska þjóð, til að geta leitt liðið út á völlinn í Rússlandi.

,,Það segir sig sjálft að það var mjög ljúft að snúa aftur. Þetta hefur verið langur aðdragandi og erfitt að horfa af hliðarlínunni, það er samt alltaf jafn sætt þegar maður kemur aftur, líka miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Þetta var gaman,“ sagði Aron þegar fréttamaður ræddi við hann í vikunni, hann var þá á leið heim af æfingu.

Borga fyrir að fara á HM
Aron var meiddur í aðdraganda Heimsmeistaramótsins og þurfti að leggja mikið á sig til að ná mótinu, hann fór í aðgerð á hné og ökkla skömmu fyrir mót en náði bata. Hann þurfti að borga fyrir það eftir mótið.
,,Þetta er bara í rauninni hnéð sem hefur angrað mig, það hefur verið að koma vökvi í það eftir æfingar. Það er aðallega það sem hefur verið að stríða mér aðeins, sérstaklega eftir sumarfríið. Að koma til baka á undirbúningstímabili eftir að hafa ekkert gert í tvær vikur, þá var hnéð ekki alveg nógu ánægt með mann. Það er ekki að bregðast eins mikið við æfingum í dag, eins og það gerði, Ég fór til Katar í viku á dögunum og þar var ég bara að byggja upp vöðvamassa í kringum þetta. Fá styrkinn í kringum þetta allt aftur.“

Aron segist hafa tekið sénsa með því að keyra allt í botn fyrir HM, hann hafi hins vegar ekki getað vitað að líkaminn myndi svara svona. ,,Það var vitað fyrir fram, ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara. Ég var að borga fyrir það núna, ég fór of snemma af stað. Ef ég myndi lenda í þessari stöðu aftur, þá myndi ég gera alveg það sama. Að spila á HM hafði verið draumur, ég setti auka pressu á líkamann á þeim tímapunkti. Ég gat ekki vitað hvernig líkaminn tæki því eftir mót, ég er að komast í gegnum það og er jákvæður á framhaldið. Ég er ekkert sloppinn, ég þarf að hugsa um hnéð og einbeita mér að því að endurheimta eftir leiki.“

Gat ekki hlaupið skömmu fyrir HM
Í huga Arons stóð það aldrei tæpt að hann myndi leika á HM, þrátt fyrir að hafa varla geta hlaupið skömmu fyrir mót. ,,Það kom aldrei til greina að sleppa HM, það komu samt augnablik þar sem ég var efins. Það voru tímar í undirbúningnum fyrir mót þar sem ég gat bara ekki hlaupið. Að fara á HM og geta ekki hlaupið er smá vesen. Ég náði að koma mér í gegnum það á hausnum, ég var búinn að segja sjálfum mér það að ég myndi spila í gegnum sársaukann og taka svo á því seinna. Á HM fann ég ekkert mikið fyrir þessu en undirbúningurinn var erfiður. Hann reyndi á.“

Cardiff gaf Aroni góðan tíma eftir sumarið til að jafna sig, hann ætlaði að ná sér alveg góðum. ,,Það var alveg planið, Cardiff var með mér í þeirri ákvörðunartöku. Ég reyndi aðeins að koma til baka á æfingar en ég var ekki klár í það á þeim tímapunkti. Þetta var húllum, hvort ég ætti að spila eða hvað. Þjálfarinn sagði í viðtölum það sem hann sá á æfingum en svo eftir þær þá var ég ekki nógu góður. Það var gott að taka sér tíma og reyna að halda sér heilum út tímabilið, frekar en að koma til baka og fara út aftur eftir tvo leiki.“

Leikmannahópur Cardiff er sterkur andlega
Cardiff var að vinna sinn fyrsta sigur um liðna helgi, þegar Aron snéri aftur. Liðið er með fimm stig eftir níu umferðir og vitað er að veturinn verður erfiður. ,,Það er mikilvægt fyrir sjálfstraustið, það er það góða við þetta samt, þetta er þannig hópur. Þetta er góður leikmannahópur, við þekkjum okkar gæði og takmörk. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum, við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta verður erfitt tímabil. Byrjunin er ekkert að hjálpa okkur en við höfum verið að mæta mörgum sterkum liðum, það er góðs viti að hafa klárað þá leiki. Það var gott að vinna Fulham, við þurfum að taka stigin af liðunum í kringum okkur. Þessi deild skiptist í tvær deildir, fyrir neðan og ofan miðju, það er mikilvægt að ná punktum á móti liðunum í kringum okkur, reyna svo að stríða liðunum fyrir ofan okkur. Það er erfiður leikur við Liverpool næst, það má segja að það verði 90 mínútna eltingaleikur. Maður er í þessari deild til að kljást við stærstu liðin.“

Erfitt að horfa á landsliðið ströggla
Aron hefur misst af fjórum landsleikjum eftir HM, þar sem hann hefur verið meiddur. Liðið fékk vonda skelli og umræðan hefur breyst fljótt. Talað er um krísu hjá landsliðinu, nokkrum mánuðum eftir að liðið komst á HM. ,,Þetta hefur verið mjög erfitt, þegar ég hef verið meiddur þá hef ég farið og hitt hópinn. Að vera heima og vera ekki partur af hópnum og stemmingunni í kringum það, það hefur verið erfitt. Sérstaklega í fyrstu tveimur leikjunum gegn Sviss og Belgíu, að sjá félagana í veseni var erfitt. Mér leið eins og ég ætti að vera þarna með þeim og ströggla og reyna að hjálpa til, fá drullið yfir sig. Vera með og taka ábyrgð, það var erfitt að taka því. Síðustu tveir leikir voru flottir og menn sá hvernig voru að bregðast við. Við fengum Jóhann Berg og Alfreð aftur inn, fleiri leikmenn með mikla reynslu. Það var mikilvægt upp á sjálfstraustið.“

,,Það er hluti af þessu að hlusta á slæmu umræðuna líka, við tökum því eins og menn. Við kvörtum yfir þessu okkar á milli og ætlum að sýna okkur og sanna aftur. Það er búið að afskrifa okkur, það er líka alveg ágætt. Við höfum alltaf eitthvað að sanna og bæta, við erum enn að bæta okkur. Með nýjum þjálfara, Erik Hamren, koma nýjar áherslur. Við eigum nokkur góð ár eftir til að halda áfram á sömu braut. Menn eru ekki saddir þrátt fyrir að það séu búin tvö stórmót í röð, maður hefur tekið eftir slíkri umræðu. Það er gaman að vera á stórmóti og menn vilja þangað aftur. Það er hugur í mönnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer sennilega í sumar og nú er nýtt félag komið í umræðuna

Fer sennilega í sumar og nú er nýtt félag komið í umræðuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband af stuðningsmönnum United fer eins og eldur í sinu – Sjáðu þegar þeir áttuðu sig á því að þeir hefðu gert stór mistök

Myndband af stuðningsmönnum United fer eins og eldur í sinu – Sjáðu þegar þeir áttuðu sig á því að þeir hefðu gert stór mistök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“
433Sport
Í gær

Sagður vera með tvö tilboð á borðinu frá enskum liðum – Hafnaði einu fyrr í vetur

Sagður vera með tvö tilboð á borðinu frá enskum liðum – Hafnaði einu fyrr í vetur