433Sport

,,Ronaldo er hetja og sagan um nauðgun eru lygi“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. október 2018 12:00

Lögreglan í Las Vegas hefur ákveðið að opna rannsókn á meintri nauðgun knattspyrnustjörnunnar Cristiano Ronaldo á ný.

Fyrrum fyrirsætan Kathryn Mayorga var í ítarlegu viðtali við Spiegel á dögunum þar sem hún sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér á hótelherbergi árið 2009.

Ronaldo hefur sjálfur svarað fyrir sig og harðneitar fyrir að hafa brotið á Mayorga.

Meira:
Þetta er konan sem sakar Cristiano Ronaldo um hrottalega nauðgun – „Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin“

Bróðir hans, Hugo Aveiro segir að bróðir sinn sé goðsögn á Madeira, þar sem hann ólst upp og að sögurnar um nauðgun séu lygar.

,,Bróðir minn er hetja á Madeira, hann hefur breytt miklu og gert gott fyrir eyjuna,“
sagði Hugo.

,,Hálf milljón kemur á hvejru ári til að skoða safn hans hérna, bróðir minn eyðir yfirleitt áramótunum hérna en þá á mamma okkar afmæli.“

Hugo segir að fjölmiðlar í Portúgal séu ekki að fjalla um mál Ronaldo nema til að styðja hann.

,,Fólk hér kemur honum til varnar, þau þekkja hann. Fjölmiðlar hér segja bara góða hluti og standa með honum.“

Eru sögurnar um nauðgun lygi? ,,Já þetta er mikið bull.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi
433Sport
Í gær

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini
433Sport
Í gær

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’