433Sport

Af hverju á Viðar að nenna að fljúga frá Rússlandi til að sitja á bekknum? – ,,Hver eru skilaboðin?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. október 2018 13:52

Það var að venju lífleg umræða í Dr. Football þegar Hjörvar Hafliðason fékk Kristján Óla Sigurðsson og Mikael Nikulásson í spjall.

Rætt var um það að Viðar Örn Kjartansson sem hætti óvænt með landsliðinu á laugardag.

Viðar hefur oftar en ekki verið varamaður og fengið fá tækifæri til að sanna sig. Sérfræðingarnir í þættinum skilja ákvörðun hans vel.

,,Ég skil þetta, hann fær aldrei tækifæri. Hann var ekki í HM eða EM hópnum, núna í síðasta leik þegar við þurftum mark á móti Sviss, við notum tvær skiptingar, þá er hann ekki settur inn. Hver eru skilaboðin?,“ sagði Kristján Óli.

,,Hann hefur verið nánast alltaf í hóp frá því að Lagerback og Heimir tóku við, fyrir utan þessa átta leiki á stórmóti. Þar fékk hann ekki að vera með, það er ekki nóg með það að hann hafi ekki fengið tækifæri gegn Sviss, þá kom hann heldur ekki inn gegn Frökkum. Kolbeinn kom inn í hálftíma sem er ekki í hóp hjá Nantes. Ferilinn að styttast, nálgast þrítugt. Hver nennir að fljúga frá Rússlandi í landsleiki, þegar þú veist að þú kemur ekki inn á? Ég skil hann mjög vel, ég hefði hætt fyrr,“ sagði Mikael í þættinum.

,,Það eru fullt af mönnum ósammála, hann er ekkert fyrsti gæinn sem hættir. Hann gæti komið aftur.“

Þáttur dagsins er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli

Það sem Gerrard sagði við Rodgers eftir að hann heyrði af komu Balotelli
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi

Sjáðu mörkin: Brynjólfur og Andri Guðjohnsen skoruðu gegn Tyrklandi
433Sport
Í gær

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini

Lék með Barcelona og Arsenal en var heimilislaus í Rússlandi – Bjó á æfingasvæðinu og átti enga vini
433Sport
Í gær

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’

Kante tók betri ákvörðun en Sanchez, Ronaldo, Messi og fleiri – Neitaði að vera partur af svindli og vildi fá ‘venjuleg laun’