fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
433Sport

Verkjalaus og blómstrar sem aldrei fyrr

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. október 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins og Augsburg í Þýskalandi, hefur komið til baka eftir meiðsli. Þessi öflugi framherji kom meiddur til baka eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi, sem hann lagði allt í sölurnar til að geta tekið þátt í. Það tók sinn toll, hann missti af fyrstu leikjum Augsburg. Hann varð á dögunum markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild Þýskalands.

Alfreð er ótrúlegur markaskorari, hann kom til baka hjá Augsburg og skoraði fjögur mörk í tveimur leikjum. Framherjinn var svo á skotskónum fyrir íslenska landsliðið á mánudag þegar hann skoraði magnað mark í leik gegn Sviss í Þjóðadeildinni.

„Það geta allir fótboltamenn tengt við það að vera meiddir, það er leiðinlegi hluti af leiknum og okkar starfi. Ég hef því miður verið of mikið meiddur á þessu ári, þessi fyrri meiðsli, þá var maður að flýta sér of mikið til baka og þá kemur oft eitthvað annað í kjölfarið,“ sagði Alfreð þegar DV ræddi við hann í vikunni.

Varð að hvíla eftir Rússland

Alfreð hafði mikið glímt við meiðsli fyrir heimsmeistaramótið í Rússland, hann hélt til Mið-Austurlanda til þess að ná mótinu og skoraði fyrsta mark Íslands á mótinu og var öflugur. Það kostaði hann þó fjarveru frá vellinum í nokkra mánuði. „Núna í sumar glímdi ég bara við of mikið af verkjum eftir að hafa verið meiddur í 2–3 mánuði og þurfti að hvíla ef þetta átti að ná að skána. Ég þurfti bara að taka minn tíma. Við settum upp plan sem gekk gríðarlega vel og ég er að spila núna og mér líður vel. Þetta er í fyrsta skipti í leikjum á þessu ári sem ég er eymslalaus. Ég hef annars verið meiddur, hálfmeiddur eða ný mættur til baka eftir meiðsli. Það er mjög þreytandi til lengdar að vera í þannig ástandi.“

Meiðsli settu strik í reikninginn

Alfreð hefur misst af 35 leikjum með Augsburg eftir að hann kom til félagsins í janúar árið 2016. Hann hugsar nú um að ná heilsu. „Þetta hefur verið svolítið tætt, fyrsta hálfa árið var ég heill og gekk virkilega vel. Tímabilið á eftir var ég frá í sex mánuði, og í fyrra var mitt eina markmið að spila 30 leiki. Fyrri hluti tímabilsins gekk frábærlega, ég spilaði alla leiki og gekk mjög vel. Svo meiddist ég í tvígang í byrjun árs sem kostaði mig seinni umferðina í deildinni. Markmið mitt er meira í þá áttina að halda heilsu. Alltaf þegar ég hef verið heill hjá Augsburg, þá hef ég verið liðinu mikilvægur og okkur hefur vegnað nokkuð vel.“

Fundur um nýjan samning á næstunni

Alfreð á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann býst við að setjast niður með félaginu á næstunni og ræða framlengingu. „Það er ekki komið svo langt, ég geri ráð fyrir að funda með þeim nú í október eða nóvember. Þá skýrast línurnar, ég er lítið að hugsa um þau mál og einbeitt mér að því að koma til baka, heill heilsu. Njóta þess að spila, þannig áttu þín bestu augnablik, þegar þú ert ekkert að pæla í samningum eða félagaskiptum. Það er gamla góða núið, þá næst góður árangur. Ef maður er að setja einhverja auka pressu á sig þá finnst mér líkurnar aukast á meiðslum eða gengið verði ekki gott, það er mín reynsla. Ég er í frábæri stöðu hjá Augsburg, alltaf þegar ég hef verið heill, þá hef ég byrjað leiki og notið trausts. Ég kann virkilega vel að meta það.“

Mögnuð tölfræði Alfreðs með Augsburg:
Tímabil – Leikir – Mörk
2018–19 – 2 – 4 mörk
2017–18 – 22 – 12 mörk
2016–17 – 13 – 3 mörk
2015–16 – 14 – 7 mörk

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur

Andri Lucas Guðjohnsen í einlægu viðtali – Þetta er það sem pabbi hans sagði honum er hann var ungur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“

Kristján segir dómara landsins skíthrædda við Víkinga – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fer sennilega í sumar og nú er nýtt félag komið í umræðuna

Fer sennilega í sumar og nú er nýtt félag komið í umræðuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Myndband af stuðningsmönnum United fer eins og eldur í sinu – Sjáðu þegar þeir áttuðu sig á því að þeir hefðu gert stór mistök

Myndband af stuðningsmönnum United fer eins og eldur í sinu – Sjáðu þegar þeir áttuðu sig á því að þeir hefðu gert stór mistök
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“

Silva staðfestir að hann sé búinn að taka ákvörðun – ,,Fáið að vita það á næstu dögum“
433Sport
Í gær

Sagður vera með tvö tilboð á borðinu frá enskum liðum – Hafnaði einu fyrr í vetur

Sagður vera með tvö tilboð á borðinu frá enskum liðum – Hafnaði einu fyrr í vetur