fbpx
Sunnudagur 20.janúar 2019
433Sport

Enginn býr til fleiri færi á Englandi en Gylfi Þór

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. október 2018 17:42

Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt ansi gott tímabil með Everton á leiktíðinni og hefur verið einn besti maður liðsins.

Gylfi samdi við Everton fyrir síðustu leiktíð en þótti ekki ná sér alveg á strik á sínu fyrsta tímabili.

Gylfi skoraði fjögur mörk í deildinni á síðustu leiktíð í 27 leikjum en hefur skorað fjögur í átta leikjum á þessu ári.

Landsliðsmaðurinn skorar ekki bara mörk heldur er enginn leikmaður sem skapar fleiri færi í úrvalsdeildinni.

Gylfi hefur búið til 23 færi fyrir liðsfélaga sína í deildinni sem er meira en allir aðrir leikmenn.

David Silva hjá Manchester City og Willian hjá Chelsea koma á eftir Gylfa en þeir hafa búið til 22 marktækifæri.

Til að bera Gylfa saman við besta leikmann tímabilsins til þessa, Eden Hazard, þá hefur Belginn búið til 19 færi fyrir Chelsea.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Salah með annan vandræðalegan leikaraskap

Sjáðu atvikið: Salah með annan vandræðalegan leikaraskap
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar

Byrjunarlið Arsenal og Chelsea – Ramsey byrjar
433Sport
Í gær

Hólmar var lélegur og atvinnumennskan var fjarlægur draumur: ,,Mamma sagði að við gætum alveg reynt það“

Hólmar var lélegur og atvinnumennskan var fjarlægur draumur: ,,Mamma sagði að við gætum alveg reynt það“
433Sport
Í gær

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir

Dýrustu leikmenn heims á öllum aldri: 33 ára gamall en kostaði yfir 100 milljónir
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho varð ástfanginn af Salah: Hættið að kenna mér um

Mourinho varð ástfanginn af Salah: Hættið að kenna mér um
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum

Mourinho nefnir sitt stærsta afrek hjá United: Eitt það stærsta á ferlinum