fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Einkunnir eftir naumt tap gegn Sviss – Alfreð bestur

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. október 2018 20:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandræði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta halda áfram en liðið tapaði 1-2 gegn Sviss á heimavelli í kvöld.

Um var að ræða leik í Þjóðadeldinni en bæði mörk Sviss komu í síðari hálfleik. Alfreð Finnbogason lagaði stöðuna á 81 mínútu með geggjuðu marki.

Þetta var sjötti keppnisleikur Íslands á árinu og er uppskeran aðeins eitt stig.

Leikur Íslands var með ágætum í fyrri hálfleik en mistök varnarlega í þeim síðari voru dýrkeypt.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan.

Hann­es Þór Hall­dórs­son 5
Gat lítið gert í mörkunum en þurfti heldur ekki oft að taka á honum stóra sínum.

Hólmar Örn Eyjólfsson 5
Var ekki jafn öruggur og gegn Frakklandi, varnarhlutverkinu sinnir hann með ágætum þó vanti ögn í sóknarleikinn.

Ragn­ar Sig­urðsson 6
Komst vel frá öllum baráttum og varðist vel í kvöld.

Kári Árna­son 6
Var stundum á tæpasta vaði þegar línan kom ofarlega á völlinn, leiðtogi liðsins.

Hörður Björg­vin Magnús­son 4
Hélt ekki línunni í fyrsta marki leiksins sem var dýrkeypt og var á eftir í öðru markinu.

Jó­hann Berg Guðmunds­son 6
Hélt vel í boltann en vantaði að ógna meira þegar leið á leikinn.

Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son (84) 6
Harður í horn að taka og spilaði fínasta leik.

Birk­ir Bjarna­son 6
Var kaflaskiptur, var stundum að tapa boltanum en var einnig duglegur að vinna hann til baka.

Arn­ór Ingvi Trausta­son (´67) 4
Komst aldrei í takt við leikinn, hvorki varnar né sóknarlega.

Gylfi Sig­urðsson 7
Var að reyna að búa til hluti og var óheppinn að skora ekki í fyrr hálfleik. Frábær síðustu fimmtán mínútur leiksins.

Al­freð Finn­boga­son 7 – Maður leiksins
Vann vel og var óheppinn að skora ekki fyrr í leiknum. Markið hans var stórkostlegt.

Varamenn:

Rúrik Gíslasn (´67) 5
Kom með ágætis kraft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“